Vg úr leik sem andófsflokkur

Vinstrihreyfingin grænt framboð er úr leik sem andófsflokkur. Niðurstaða kosninganna er áfellisdómur yfir ríkisstjórnarþátttöku Vg. Ef allt væri með felldu ætti Vg að bæta við sig fylgi sem flokkur óspjallaður af hruninu.

Vg byrjaði að skreppa saman þegar þeir mynduðu ríkisstjórnina. Umsóknin til Brussel stórspillti fyrir flokknum. Hægagangur í uppgjöri, t.d. við auðmannaræðið sem fékk framhaldslíf í gegnum stórundarlega endurlífgun bankanna, hjálpaði ekki upp á sakirnar. Steininn tók úr þegar Vg gerði ekkert til að stöðva Magma ruglið.

Vg fékk sitt tækifæri en klúðraði því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæll Páll, tíkin Sóley þjófstartaði með að fara með atkvæðaseðla út í bæ stakk þar með dúklagningamanninn í bakið, þetta studdi Steingrímur joð, þetta er útkoman no1, Steingrímur joð dregur lappirnar í öllum málum, sérstaklega magna málinu spurningin er er verið að bera á þá fé af Kanadamönnum?

Bernharð Hjaltalín, 30.5.2010 kl. 00:13

2 Smámynd: Elle_

VG sveik í AGS, Evrópubandalagsfáráðinu og Icesave.  VG studdi Icesave-stjórn Jóhönnu, ömurlegustu ríkisstjórn í sögu hins vestræna heims, lýðræðishöturum og valdníðingum.  Sóleyju hefðu þeir líka aldrei átt að hafa þarna.  

Elle_, 30.5.2010 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband