Magma-fundur dregur línu í sandinn

Um 50 manns mættu síðdegis á fund í Höfðatúni til að ræða Magma-málið og viðbrögð. Af þingmönnum mættu Ögmundur Jónasson, Lilja Mósesdóttir og Birgitta Jónsdóttir. Farið var yfir málið vítt og breitt.

Helsta niðurstaða fundarins kemst fyrir í orðum Þorleifs Gunnlaugssonar borgarfulltrúa sem sagði:

Ef kaup Magma á HS Orku ná fram að ganga í skjóli ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. er ríkisstjórnin dauð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta Magma mál er Ömurlegt

Er óendanlega leiður yfir þessu fyrir hönd afkomenda minna

en þetta er allt á áætlun AGS

kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 21:25

2 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Þetta mál er prófsteinn.

Guðmundur Guðmundsson, 20.5.2010 kl. 22:33

3 identicon

AGS samsæriskenningin gengur eiginlega ekki upp þar sem það kemur nánast enginn erlendur gjaldeyrir inn í landið vegna þessarar sölu. Þetta er ekki erlend fjárfesting, heldur kúlulán og skuldabréf í Reykjanesbæ. En hitt er mun nærtækara, að ríkisstjórnin vilji ekki setja helminginn af t.d. framlögum ríkisins til menntamála á einu ári í þessi kaup. Hanna Birna og Árni Sigfússon seldu þetta og bera alla ábyrgð í þessu máli.

Þór (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband