Innherjasvik bæjarstjóra Reykjanesbæjar

Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar siglir undir fölsku flaggi trúnaðarmanns almennings. Trúnaður Árna Þórs er við kúlulánafólk sem ætlar sér í gegnum sænskt skúffufyrirtæki að komast yfir almannafyrirtækið HS Orku. Magma kom til sögunnar þegar REI/Geysir Green fléttan mistókst en þar komu við sögu auðmenn eins og Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson og spilltir stjórnmálamenn.

Árni Þór er á fullboðlegum launum hjá íbúum Reykjanesbæjar að gæta almannahagsmuna. Þegar hann tekur þátt í braski með eigur almennings er hann sekur um innherjasvik. Árni Þór veit upp á sig sökina enda reyndi hann að fela slóðina með lygafrétt í gær þar sem því var hafnað að bæjaryfirvöld ættu hlut að máli.

Á bakvið skúffufyrirtækið eru lygamerðir sem ekki hefur enn tekist að svæla út. Sömu meðhlauparar eru á vettvangi og áður, nægir þar að nefna Ásgeir Margeirsson áður hjá Orkuveitu Reykjavíkur og síðan Geysir Green.

Í frétt frá Magma kemur fram að kaupin hafi ekki enn verið fjarmögnuð. Salvör Gissurardóttir gerir ágætlega grein fyrir útrásarverkfræðinni sem liggur þar á bakvið.

Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ er eftirlegukind úr ræningjasamfélagi útrásarinnar.

 


mbl.is Samfylkingin harmar sölu til Magma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Var Árni Sigfússon ekki líka innviklaður í makk, þegar vinum voru afhentar eignir varnarliðsins?

Dingli, 18.5.2010 kl. 12:16

2 identicon

Árni var svo óheppinn að alast upp í faðmi Davíðs Oddssonar, sem ætlaði að gera Árna að borgarstjóra í Reykjavík, en klúðraði því, eins og öllu öðru sem hann kemur nálægt. Hinsvegar virðist Dabbi hafa kennt honum bærilega vel hundalógík sína, ásamt skítatrixum húmó professional hjálparkokka sinna. Allt skilar sér þetta vel í að eyðileggja Keflavíkina. Það er nú samt bara smá sýnishorn, lítið á allt hitt!  Allir bankarnir, Þjófafiskikvótakerfið, þjóðkirkjan (hvað er á seyði þar?), það sem eftir var af iðnaði, nú síðast BM Vallá.  Himinháar skuldir sem tekur áratugi að borga.  Þegar Davíð náði völdum útá væntanlega snilli sína, tilkynnti hann landsmönnum að þeir ættu eftir að sjá miklar breytingar í landinu.  Hann stóð við það, Við horfum á þær flestar í dag,  "og sjá gjafir færi ég yður miklar"                           

Robert (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 13:12

3 identicon

Það er svoldil klísja að spurja þig, enda er svarið alltaf nei, en ertu með einhverjar heimildir fyrir eftirfarandi fullyrðingu:

"Magma kom til sögunnar þegar REI/Geysir Green fléttan mistókst en þar komu við sögu auðmenn eins og Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson og spilltir stjórnmálamenn."

þ.e. Að það sé einhver tenging þarna á milli.

Egill A. (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 13:53

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Egill, hér er yfirlit yfir þróunina OR/REI/Geysir Green/Magma/HS Orka.

http://www.smugan.is/pistlar/fastir-pennar/nr/3319

Páll Vilhjálmsson, 18.5.2010 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband