Aldraðir og öryrkjar borga ESB-umsókn

Á alþingi í dag kom fram að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu mun kosta allt að sjö milljarða króna. Á sama tíma og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra reyndi að sannfæra þingheim um að þetta gæluverkefni Samfylkingarinnar yrði að ná fram að ganga boðaði félagsmálaráðherra niðurskurð á fjármunum sem renna til málefni lífeyrisþega.

Þeir samherjar, Össur og Árni Páll félagsmálaráðherra, eru jafnaðarmenn 21. aldar sem rukka aldraða og öryrkja fyrir gæluverkefni stjórnvalda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg held að það se leit að oðrum eyns drullusokkum  og þeyr eru þessir tveyr raðherrar eru  Islendingar verði ykkur að goðu þið eygið ekki betra skilið RG

Runar Gudmundsson (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 20:04

2 identicon

Af hverju má maður ekki kjósa um ESB eins og við gerðum um Icesave?

Bjarni (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 22:08

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ESB umsóknin er áætlað að muni kosta 1milljarð. Ekki 7 milljarða þá að einhver veruleikafyrrtur þingmaður slengdi fram þeirri tölu.

En Íslendingar og Íslenska ríkið mun hafa svo mikinn hag að ESB að þessi kostnaður borgar sig sjálfur mjög fljótlega.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.5.2010 kl. 22:27

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Með lægri vaxtakostnaði, aukinni fjárfestingu í landið, sparnaður í landbúnaði og fleirra.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.5.2010 kl. 22:28

5 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Sleggjan og þruman! Trúir þú sjálfur þessu andsk..... ESB bulli?

Þórarinn Baldursson, 15.5.2010 kl. 00:02

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Lenti einmitt í léttri rimmu við vinkonu í Kópavogi í dag.Hún er elskuleg manneskja,framkvæmdasjóri S.F. En ég varð að segja henni,hversu mjög ég og svo ótal margir aðrir væru mótfallnir Esb.innlimun. Hún veit það,einnig að okkur mótmælendum verður ekki þokað. Við erum þó fleiri,vonandi reynir á það.

Helga Kristjánsdóttir, 15.5.2010 kl. 01:39

7 identicon

Er þá ekki réttast að við Íslendingar fáum að kjósa um ESB. Við eigum að fá að kjósa um aðild í lýðræðislegri kosningu. Mér finnst það algert óréttlæti að það verður tekið frá okkur.

Bjarni (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 04:41

8 identicon

Sá dagur sýnist mér færast nær og nær, að landsmenn muni fagna því flestir, að fá að kjósa um aðild að EU. Það mun gerast þegar þjóðin fær loksins að sjá hvernig skuldastaðan eftir 20 ára hundalógík hóps af bjánum hefur nagað undirstöður Íslands heilt upp, eins og alvöru rottum einum er lagið. Fá líka að sjá hvernig fjármunum lífeyrissjóða og annarra eigna hefur verið rænt og klúðrað ofaní ekki neitt, af sömu vesælu afleggjurum þessarar fyrrum duglegu þjóðar, sem orðin er að miklu leiti að aumingjum og glæpalýð.

Robert (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 07:40

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er fróðlegt að fylgjast með aðgerðum norrænu velferðarstjórnarinnar (sic). Aldraðir og öryrkjar eru fyrstir til að lenda undir hnífnum. Væri ekki nær að leggja niður einhverjar af þessum stofnunum sem sprottið hafa upp eins og gorkúlur á síðustu árum?

Spyrja má hvers vegna við þurfum bæði að halda úti sendiráði í Kanada og ræðisskrifstofu í Winnipeg? Af hverju sendiráð í Austurríki, Ítalíu, Finnlandi? Getum við ekki verið án ríkisrekinnar Kvikmyndamiðstöðvar, Lýðheilsustofnunar, Matvælastofnunar eða Listaháskóla. Af hverju Háskóla á Hólum þegar við erum þar að auki að leggja 500 milljónir til Landbúnaðarháskóla?

Neytendastofa, Jafnréttisstofa, Óbyggðanefnd ættu ekki að eiga sér tilverurétt á meðan skorið er niður við aldraða og öryrkja.

Ragnhildur Kolka, 15.5.2010 kl. 08:51

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Það var þó hinn vesæli Sjálfstæðisflokkur sem vildi greiða atkvæðu um það fyrst hvort við ættum að eyða sjömilljörðunum í tilgangslausar viðræður um aðeild sem enginn vill. Það skiptir engu máli úr því það var hann sem kom með tillöguna.

Halldór Jónsson, 15.5.2010 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband