Jón Ásgeir vill samfylkingarréttlæti

Nóttina áður en Glitnir, bankinn hans Jóns Ásgeirs, lýsti sig gjaldþrota var viðskiptaráðherra lýðveldisins, samfylkingarmaðurinn Björgvin G. Sigurðsson, kallaður á teppið hjá Jóni Ásgeiri og hann hundskammaður fyrir að útvega Glitni ekki þá fyrirgreiðslu í Seðlabankanum sem ætlast var til.

Maður með þá stöðu að stefna ráðherrum til sín um miðja nótt vill eðlilega að stunda málsvörn sína undir þeim kringumstæðum. Samfylkingin er í ríkisstjórn og á velmektarárum sínum gerði Jón Ásgeir þann flokk að pólitískum armi Baugsveldisins.

Krafa Jóns Ásgeirs um að mál hans fá afgreiðslu hér á landi staðfestir að hann telur sig hafa tögl og haldir á Fróni. 


mbl.is Ætlar ekki að taka til varna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sagðist ekki Geir líka gjarnan hitta Björgólf Thor þegar hann væri á landinu? Vanhelgt samband auðmanna og pólitíkusa var alvarleg meinsemd. Farið hefur fé betra.

Matthías (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 20:11

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er ljóst að nýjasta útspilið í Glitnis-uppgjörinu hefur komið mönnum gjörsamlega í opna skjöldu, "a left hook like a lightning". Að ráðum erlendra rannsóknaraðila er farið í málssókn á vettvangi í New York þar sem bankinn var að sönnu með starfsemi og beitti sér með hætti sem bókhalds-rýnarnir telja að falli utan við Þjófabálk. Fyrrum eigendur bankanna hafa sennilega átt von á því að fá skothríð "hinum megin frá". Allt að einu er gripið til gömlu tuggunnar um meinloku ritstjóra Morgunblaðsins. Getur verið að Davíð Oddsson sé að ganga erinda þeirra fjárfesta sem telja sig hafa svikna af viðskiptum við Glitni í Vesturheimi?

Flosi Kristjánsson, 12.5.2010 kl. 20:41

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Glitnir fór ekki bónför til annarra, t.d. sjálfstæðismannanna í Seðlabankanum eða Geirs og Árna var það nokkuð?

Nú, gerði hann það?

Jæja...

Er ekki eitthvað annað sem benda ætti á til að leiða athyglina frá því sem hún ætti að vera á? Eins og t.d. hversu vel Björgvin var að sér í viðskipta- og fjármálum og stýrði öllu í strand!

Nú? Var Björgvin fávís og vanhæfur og héldu forsætis- og fjármálaráðherrar upplýsingum frá honum? Og gerði Seðlabankinn það líka með Davíð Oddsson fremstan í flokki?!

Djöfuls! Þetta er ekkert smá snúin smjörklípa því hið rétta er svo gargandi augljós. Þetta þurfum við að breiða yfir: Án Arkitektanna í sjálfstæðisflokknum væri kvótinn enn í eigu þjóðarinnar, þjóðin því sem næst skuldlaus og meiri sanngirni og bjartsýni ríkjandi. Kannski tekst að raka yfir það ef við segjum "Jón Ásgeir!" og "Baugsveldið!" svona þúsund sinnum í viðbót, samhliða því að setja samasemmerki á milli Ólafs Ragnars og alls þess sem hann hefur ekkert með að gera.

Hvernig væri nú að gefast upp á þessu pólitíska bulli og bara kæra þá alla á einu bretti og svo refsa þeim stjórnmálamönnum sem sviku þjóðina með því t.d. að svipta þá sjálfskömmtuðum hlunnindum, sem er ekkert annað en þjófnaður í ljósi þeirra hörmunga sem þeir kölluðu yfir þjóðina sem þeir áttu að vinna hag og vernda?

Rúnar Þór Þórarinsson, 12.5.2010 kl. 21:12

4 identicon

Menn sem sagt hafa ríkisstjórnum fyrir verkum í langan tíma verða hissa og undrandi þegar réttarkerfið hlýðir þeim ekki.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 21:13

5 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Við, allir þeir sem gera með réttu kallast ÍSLENDINGAR, munum ekki hætta fyrr en þessir menn, allir með tölu verða látnir standa reikningsskap gjörða sinna og greiða skaðann!

Því sem þeir hafa stolið skulu þeir skila!

Íslendingar eiga ekki að þurfa að taka persónulega til sinna ráða gagnvart þessum hópi manna, svo réttlætið nái fram að ganga. Ef svo fer ekki ekki og þeir greiða ekki, þá verða afkomendur þeirra dregnir til fyllstu ábyrgðar, og skuldfærðir þar til hver króna er greidd með fyllstu vöxtum og vaxtavöxtum.

Kolbeinn Pálsson, 12.5.2010 kl. 21:20

6 identicon

Rúnar Þór virðist telja að hér sé einhver ægileg pólitík í spilunum. Af hverju leitaði Glitnir til Seðlabankans? Kannski vegna gífurlegrar útlánaþenslu til eigenda bankans einmitt á þeim tíma þegar bankinn þurfti lausafé hvað mest? Gæti það nokkuð verið að Lalli Welding hafi verið ráðinn þarna inn til að þjóna sem strengjabrúða Jóns Ásgeirs meðan hann og hans kónar tæmdu hirslur bankans? Og þú kallar þetta pólitík? Þetta heitir þjófnaður. Það má vel vera að Jóni Ásgeiri hafi tekist að reka öflugan áróður gegn sjálfstæðisflokknum, davíði oddssyni, Morgunblaðinu o.s.frv. Það má meira að segja vera að þetta sé allt satt og rétt. Það breytir því ekki að Jón Ásgeir og meðreiðarsveinar hans tæmdu bankann í miðri lausafjárkreppu.

What? (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 22:30

7 identicon

Andúð Páls á Samfylkingunni er afar sérkennileg. Það er erfitt að trúa því að hann sé að setja fram raunverulegar skoðanir sínar. því miður eru athugasemdir hans æ ofar samhengislaust rugl. Hver tilgangurinn er má guð vita.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 22:38

8 identicon

Samfylkingin reynir ekki einu sinni að þvo þennan glæpa-skrípaling af  sér.... tengslin eru líka þvílík og múturnar inná reikninga þessara vindhana í samspillingunni það rosalegar, að engin þorir að opna á sér þverrifuna. En það er allveg sama hvað samspillingin og heimskir kjósendur hennar reyna, Jón Ásgeir mafíósi og Samspillingin eru eitt.

Óli (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 23:52

9 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Erlendir kröfuhafar lánuðu mikla peninga til landsins..og þeir vilja bara peninginn til baka..þetta er ekki flókið.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 13.5.2010 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband