Meðhlauparar finna til tevatnsins

Íslensku útrásarauðmennirnir áttu sér samverkamenn í liði endurskoðenda, lögfræðinga, álitsgjafa og blaðamanna. Án meðhlauparanna hefði skaðinn ekki orðið jafn mikill og raun ber vitni. Endurskoðendur eiga að starfa samkvæmt góðum reikningsskilavenjum en þær hafa ekki verið hafðar í heiðri.

Ef endurskoðun reikninga á að hafa einhverja þýðingu þarf ábyrgð að fylgja. Nú reynir á ábyrgðina.


mbl.is Telja vanrækslu PwC kosta 130 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Skv. lögum ber endurskoðendum að kaupa starfsábyrgðartryggingu.

Veit ekki hver lágmarksábyrgðarupphæð er, en það er ljóst skv. William Black, þá hafa stærstu endurheimtur í fjársvikamálum í BNA verið í formi bótakrafna á hendur tryggingafélaga endurskoðenda.

Nú er hætt við að "sá djúpi vasi" á Íslandi, sé meira eða minna á herðum Ríkisins, og því kann þetta að virka eins hver annar vasabilljard.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 12.5.2010 kl. 17:15

2 Smámynd: Svabbi

Sæll Páll

Gleymum ekki að stjórnendur bankanna og eigendur, ásamt spilltum stjórnmálamönnum og eftirlitseigendum eru hinir sönnu krimmar.

Þarna held ég að hafi verið EINBEITTUR BROTAVILJI eigenda og stjórnenda þessara fyrirtækja. Þeim er í lófa lagið að búa svo um hnútana að ALLIR trúi því, og líka endurskoðendur, að allt gangi vel. Enda trúðum við því öll fram á síðasta dag.

Stjórnendur og eigendur voru að fegra bókhaldið með því stofna félög UTAN bankanna og flytja síðan peninga þeirra á millum. Fengu síðan SÍNA EIGIN starfsmenn til að meta veðhæfi þessara félaga á yfirgengilegu mati til þess að gera þessa flutninga löglega, OG PLATA endurskoðendurna og aðra eigendur.

Þessir eigendur og stjórnendur eiga að fara á bak við lás og slá. Stundum eru þetta að vísu okkar helstu stjórnmálamenn líka!!

Stjórnmálamenn opnuðu allar gáttir fyrir ræningjana (lesist stjórnendur og eigendur bankanna). Fjarlægðu allar reglur í nafni frjálsræðis og buðu ræningjunum að athafna sig, sem þeir gerðu. Fengu síðan hundruðir milljóna eða milljarða lánaða (eða gefna).

Góð reikningskilavenja er ekki í heiðri ef endurskoðendur trúa því EKKI að allt hafi verið i lagi. Ég trúi því ekki að það hafi veri raunin.

Kveðja, Svabbi

Svabbi, 12.5.2010 kl. 17:33

3 Smámynd: Ingvar

Ætli að það sé tilviljun að Tryggvi Jónsson aðstoðarforstjóri Baugs var áður endurskoðanir hjá PricewaterhouseCoopers áður en hann réðst til starfa hjá Baugi. Og er það tilviljun að Stefán Hilmarsson fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri Baugs skuli hafa verið endurskoðandi hjá PricewaterhouseCoopers áður en hann réðst til starfa hjá Baugi. Er það tilviljun að sonur Sigurðar Jónssonar eins af forstjórum PricewaterhouseCoopers Jón Sigurðsson skuli verða forstjóri FL Group og stjórnarmaður í Glitni.

Ingvar.

Ingvar, 12.5.2010 kl. 21:46

4 identicon

Það er ekkert máltæki sem hljóðar eins og fyrirsögn þín,

Áratugum saman var sagt: "Að finna til tevans" 

En þar sem enginn vissi hver eða hvað þessi "tevi" væri", þá var farið að sulla með þetta tevatn.

Það vantar orðsyfjafræðing til að kanna málið

 Björn 

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband