Hroki, Interpol og ferilsskráin

Sigurður Einarsson auglýsir hroka sinn með því að verða ekki við tilmælum um að gefa sig fram til yfirheyrslu. Líklega hefur Sigurður talið sig í samningsstöðu sem fyrrverandi aðalstjórnandi stærsta fyrirtækis landsins.

Sigurði verður að virða til vorkunnar að teikn voru á lofti um að ríkisstjórnin vildi taka auðmenn í sátt. Í boði Samfylkingar átti Björgólfur Thor að fá lög um gagnaverið sitt; Jón Ásgeir skyldi halda Högum og 365-miðlum og Ólafur Ólafsson Samskipum - hvorttveggja samkvæmt fjarska undarlegum ákvörðunum Arion banka sem starfar í skjóli ríkisstjórnarinnar. 

Handtaka Hreiðars Más Kaupþingsstjóra og fréttir af kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs og Hannesar Smárasonar sýndu að þótt ríkisstjórnin sé tilbúin með aflátsbréf handa auðmönnum verða tannhjól ákæruvaldsins ekki stöðvuð úr þessu.

Ferilsskrá Sigurðar batnar ekki með handtökuskipun Interpol. 


mbl.is Interpol lýsir eftir Sigurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er möguleiki að maðurinn ætli að svipta sig lífi, þó það sé ólíklegt. Það væri slæmt, ekki vegna þess að það sé missir að honum, heldur vegna þess að þá er ekki hægt að yfirheyra hann um fall Kaupþings. Siðleysingjar sem hafa málað sig út í horn hafa áður valið þá leið út...

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 23:04

2 identicon

Sæll

Það er enn verið að reyna að koma þessu gagnaveri hans Bjögga í gegnum þingið.  Hlustaði á 2.umræðu í síðustu viku.  Enda erum við með iðnaðarráðherra sem er sama um hvaðan gott kemur eins og hún orðaði svo smekklega.

Sammála þér að öðru leyti.

Ásta B (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 23:05

3 identicon

Mikið þykir mér ógeðfellt hvernig Þorgeir Ragnarsson og fleiri á blogginu virðast nánast óska sér þess að SE svipti sig lífi.

Innanmein slíks fólks hlýtur að vera einkennilegt.

Varðandi SE þá óskaði hann eftir því að koma á fimmtudag og setti sem skilyrði að vera ekki handtekinn við komu.

Aðrir Kaupþingsmenn hafa ekki sætt handjárnum og því þá hann?

En hvað hefur gerst frá því hann sagðist myndi koma þartil Sérstakur ríkissaksóknari óskar liðsinnis Interpol á eftir að koma í ljós.

En í Guðs bænum haldið ykkur innan velsæmismarka og ég hvet þig Páll til að fjarlægja ummæli sem Þorgeir Ragnarsson hefur sett hér inn og víðar á bloggsíðum um að SE munni svipta sig lífi. Það er mjög ómerkilegt og engum sæmandi að birta slíkan níðingshátt. Orðin meiða og SE á fjölskyldu og ættingja sem hugsanlega lesa þetta og er ekki nóg að takast á við réttarkerfið þótt fólk sé ekki með slíkar vangaveltur.

Hafþór B (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 03:24

4 identicon

að ríkisstjórnin vildi taka auðmenn í sátt... Eru þetta aðgerðir ríkisstjórnarinnar nú síðustu daga, handtökur, yfirheyrslur ofl? Eða þá bankaskítabixin áður? Nei, ég held ekki Páll

disa (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 10:05

5 identicon

Vildi segja Ástu er ritar hér ofar að það var Hrannar B Arnarsson aðstoðarmaður ráðherra er sagði,að það væri sama hvaðan gott kemur.Hrannar þessi á fortíð í bókaútgáfustarfsemi er fór á hausinn og þá einnig félagi hans hann Helgi Hjörvar.Mig minnir að þáverandi fjármálaráðherra hafi eitthvað bjargað þeim.Fjármálaráðherran sá á þeim tíma mun hafa verið Ólafur Ragnar Grímsson. Já Samspillingarflokkurinn sér um sína siðferðið er þar í fararbroddi eða hvað.(Í dag ætti þessi flokkur að heita ,,Landráðaflokkurinn.,)Líkt er og að Jóhanna Sigurðardóttir og hennar ESB slekt hafi dáleitt VG í ríkisstjórn,hvar er Steingrímur fyrir kosningar,! leit stendur yfir,mun hann finnast.?

Númi (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 10:42

6 identicon

Hafþór hálf-nafnlausi; hættu að gera mér upp skoðanir. Ekkert í athugasemd minni gefur tilefni til þess að segja að ég óski manninum dauða, EKKERT.

Hættu að ljúga og lestu athugasemdina aftur.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband