Einn í gæsluvarðhaldi, annar á framfæri Samfó

Handtaka Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings leiðir hugann að öðrum helstu gerendum gjaldþrota bankanna. Björgólfur Thor átti ásamt föður sínum Landsbankann og Straum.

Þökk sé Samfylkingunni er Björgólfur Thor í ágætum málum og um það bil að fá lög samþykkt á alþingi um skattaafslátt fyrir gagnaver sem hann hyggst reisa á Miðnesheiði með peningamanni úr röðum Samfylkingarinnar.

Siðlausa ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er þeirrar skoðunar að saman sé hvaðan gott kemur - og útrásarpeningar jafngóðir og hverjir aðrir samkvæmt nýrri skilgreiningu íslenskra vinstrimanna á siðferði.


mbl.is Hreiðar Már í skýrslutöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Þökk sé Samfylkingunni er Björgólfur Thor í ágætum málum.."

Páll Vilhjálmsson er trúr sínum vinum í sjálfstæðisflokknum !

Þú ert eins og Hannes Hólmsteinn, þarft að verja starfið sem þú fékst með því að berja á andstæðingum sjálfstæðisflokksins !

JR (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 22:53

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Mér þætti fróðlegt að vita við hvað og hvar þú starfar Páll Vilhjálmsson?

Ef þú vilt ekki birta það opinberlega þá gætirði sent mér það á póstfangið mitt <siggigretar@internet.is>

Sæll að sinni!

Sigurður Grétar Guðmundsson, 6.5.2010 kl. 23:14

3 Smámynd: Elle_

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er siðlaus, nákvæmlega eins og Páll skrifaði.  Fullkomlega siðlaus ruslstjórn.

Elle_, 7.5.2010 kl. 00:08

4 Smámynd: Páll Blöndal

Páll Vilhjálmsson, ertu blaðamaður eða fyrrverandi blaðamaður?

Páll Blöndal, 7.5.2010 kl. 00:21

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Atarna er sérkennileg umræða! Flokksgleraugun á nefinu og heilbrigð skynsemi úti í móa!

Leiki grunur á að Björgólfsfeðgar hafi staðið í sams konar sýndarleik og Kaupþingsmenn eru grunaðir um, þá má alveg fjalla um það eins og um meint svikaviðskipti Kaupþings.  Illa er komið fyrir samræðustjórnmálum í ónefndum stjórnmálaflokki ef bannað er að tala um tiltekin málefni vegna þess að þau eru pínleg fyrir flokkinn.

Ég hygg að þeir aðilar sem leiddu samræðustjórnmál til öndvegis mundu seint samþykkja að álitsgjafar yrðu keflaðir og þaggað niður í þeim með þeim hætti sem fram kemur í þessum umræðuþræði. Jafnvel þó þeir væru hugsanlega hliðhollir Sjálfstæðisflokknum!

Flosi Kristjánsson, 7.5.2010 kl. 06:30

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eitt er sem ég vil tjá mig um í sambandi við þessar handtökur, það er ekki farið að handtaka NEINA VIRKILEGA stóra einstaklinga, jú Hreiðar myndi sennilega teljast vera nokkuð ofarlega í GLÆPAPÝRAMÍDANUM en hann er nokkuð langt frá TOPPNUM. Getur verið að það eigi að taka svona einn og einn, sem "við" álítum stóran, en láta svo gott heita??

Jóhann Elíasson, 7.5.2010 kl. 09:12

7 Smámynd: Elle_

Hver að ofan er hliðhollur Sjálfstæðisflokknum, Flosi?

Elle_, 7.5.2010 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband