Krónan er bjargvættur

Íslenska krónan tók höggið sem annars hefði leitt til fjöldaatvinnuleysis eftir hrun. Grikkir höfðu fórnað drökmu fyrir evru og töldu sig hólpna í skjóli Evrópusambandsins. Falskt öryggi Grikkja leiðir yfir þá efnahagslega hlekki sem munu vara í áratug eða lengur.

Talsmenn ESB-aðildar Íslands beittu einkum fyrir sig evru-rökum. Þegar þau rök falla niður dauð og ómerk í ljósi reynslunnar er ekki annað eftir en að játa að aðildarmálstaðurinn er tapaður.

Ísland á að draga tilbaka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu.


mbl.is Steingrímur þakkar fyrir krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er alveg rétt að krónan auðveldaði aðlögun þegar í óefni var komið. Það verður hins vegar að horfa á þessa hluti í víðara samhengi. Það má ekki gleyma því að meginvandinn sem við glímum við er vegna ofurskuldsetningar í erlendum gjaldeyri. Án krónunnar hefði sú óeðlilega styrking gjaldmiðilsins sem kolröng peningamálastefna leiddi yfir okkur aldrei átt sér stað og gjaldmiðillinn því heldur aldrei hrunið. Vandi almennings nú liggur að langmestu leyti í skuldsetningu sem er tengd gengi gjaldmiðilsins, ýmist í gegnum gengis- eða verðtryggingu.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.5.2010 kl. 09:08

2 identicon

Rétt er það að hefðum við ekki verið með krónuna í upphafi ferðar þá værum við ekki í þessum sporum, en það þýðir ekki endilega að við hefðum ekki komið okkur í einhvers konar vandræði. Ég held að vandræði Grikkja sýni frekar fram á að ESB er ekki þetta "örugga skjól" sem Samfylkingin vill selja okkur.

Jón Flón (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 10:07

3 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ber að skilja þessa færslu þannig að hér sé ekki fjöldaatvinnuleysi ?   Hvað hefðu Grikkir gert með sinn eigin gjaldmiðil?  Fellt gengið um 99% gripið til aðhaldsaðgerða sem hefðu að minnsta kosti verið jafn róttækar og þeir þurfa að grípa til núna.  Grískir sparifjáreigendur hefðu tapað stórum hluta innistæðna og Grikkland hefði fallið á svipað plan og Argentína og verið áratugi að ná sér upp aftur.

Það er engum vafa undirorpið að Grikkir eru betur settir með Evruna en án hennar.

G. Valdimar Valdemarsson, 3.5.2010 kl. 10:37

4 identicon

Sælir...Mér finnst þetta svo furðuleg rökhugsun...Krónan hjálpar okkur...hvernig? Með því auðvitað að lækka ráðstöfunartekjur okkar Íslendinga svo við getuð greitt niður erlendar skuldir...

Í fyrsta lagi kom hún okkur í þetta og í öðru lagi þá hálpar hún ekki bofs...Hún er bara það hrikalega lélegur gjaldmiðill að við greiðum, allt erlent, tugum prósentum hærra en eðlilegt getur talist. Þetta er sama gamaldags hugmyndin og í gamla daga þegar misvitrir stjórnmálamenn felldu gengið endalaust og verðbólgan var yfir 100 %. Nú kyngir hinn almenni borgari þessari, einni mestu gengisfellingu sögunnar...( og þar af leiðandi er ekki komin þessi víxlverkun gengisfellingar og launahækkana eins og áður)...og svo koma sérfræðingar eins og þið og segið þetta bara hið besta mál...

Stór hópur fólks er að greiða ( með hjálp þessarar góðu krónu) margfalt það, sem það samdi um í upphafi, í húsnæðislánum, bilalánum og fleiru...

 Er ekki í lagi með ykkur... Hvar er rökhugsunin?

Guðbjartur (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 10:38

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þorsteinn, kolröng peningamálastefna var einmitt vandamálið, ekki krónan sem slík. Ef við hefðum t.d. verið með evruna hefðum við líka verið með kolranga peningamálastefnu sem væri miðuð við efnahagslegan veruleika Þýzkalands fyrst og fremst en ekki okkar. Þetta er einmitt ein ástæðan fyrir vandræðum Íra, Grikkja og fleiri á evrusvæðinu. Kolrangt vaxtastig miðað við aðstæður í þessum löndum gerði illt verra, magnaði upp bóluna á Írlandi og gerði Grikkjum kleift að tapa sér í erlendum lántökum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.5.2010 kl. 10:42

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Guðbjartur, krónan kom okkur ekki í neitt, hún er dauður hlutur en ekki með sjálfstæðan vilja eins og þú virðist halda. Hún er ekki vandamálið heldur eins og þú segir misvitrir stjórnmálamenn. En þeir eru víða en hér á landi og sennilega víðast hvar. Ekki sízt innan Evrópusambandsins eins og dæmin þaðan sanna. Grikkland er ágætis dæmi. Þar er verið að lækka laun gríðarlega, a.m.k. 20-25%. Sama á Írlandi. Þú leysir í raun engin vandamál með því að skipta um gjaldmiðil. Þú færð einfaldlega önnur, og að öllum líkindum verri, í staðinn eins og t.d. Grikkir eru að reka sig illþyrmilega á þessa dagana.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.5.2010 kl. 10:48

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

G. Valdemar, það er mikið atvinnuleysi hér nú um stundir en innan Evrópusambandsins, og þá einkum evrusvæðisins, hefur verið víðast hvar viðvarandi 8-10% atvinnuleysi á undanförnum árum, og það þegar allt lék í lyndi. Það atvinnuleysi sem er hér á landi nú þykir bara eðlilegt þar á bæ.

Þú segir engan vafa á því að Grikkir séu betur settir með evruna. Það er þó í bezta falli umdeilt. Lestu bara t.d. leiðara stórblaða á við Financial Times og Wall Street Journal. Þar má finna vægast sagt mikinn efa um að Grikkir séu betur settir með evruna og það sem meira er, um framtíðarmöguleika evrunnar sem slíkrar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.5.2010 kl. 10:53

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Evran hefur ekkert að gera með vandamál Grikkja - enda voru krísur þar með drökmu.

Það er líka misskilningur hjá ykkur andsinnum að evran á einhvern dularfullan hátt komi í veg fyrir fjármálavandræði.  Eg veit ekki hvar þið fenguð þá flugu í höfuðið.  Fjármál ríkja byggjast auðvitað á stjórnun fjármála !  Halló.  Td. ef tekið er of mikið að láni og eytt umfram það sem aflað er - þá endar það oft í vandræðum.  Eigi flókið.

Evran hefur ennfremur ekkert með atvinnuleysi að gera - enda lönd með evru með mun minna tvinnuleysi en td. Ísland.  Ergo: Evran kemur í veg fyrir atvinnuleysi !

Hættið svo að bulla og farið að kynna ykkur mál.  Takið námskeið í efnahagskreppum eða eitthvað.  Lesið ykkur til.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.5.2010 kl. 12:09

9 identicon

Hjörtur...Hvar gastu lesið úr þessu hjá mér að ég virðist halda að krónan se með sjálfstæðan vilja? Eru menn ekki að hrópa það núna að krónan sé að hjálpa okkur ( þá trúlega með sinn sjálfstæða vilja að þeirra mati)..Ég er bara að benda á að hún er ekki að gera neitt og er ekki að hjálpa neinum. Það er almenningur í landinu sem er að greiða fyrir allt saman með mjög skertum kjörum...Margir hafa jafnvel enga möguleika í þessu máli...þeir skulda það mikið vegna veikingu krónunnar... Þetta er sama gamla sagan og hér áður fyrr með gengisfellingum þar sem stór hluti fólks tapaði öllu sínu í verðbólgubáli...

Málið er að ég er hvorki með né á móti því að fara í Evrópusambandið og reyni að skoða hlutina með rökum...kostum og göllum...Það eru svo margir sem eru búnir að taka ákvörðun ( og líklega margir án þess að hafa skoðað málið af einhverju viti) og svo virðast engin rök bíta lengur á þá.

Guðbjartur (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 12:22

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hjörtur: Það sem ég á við með rangri peningamálastefnu er ekki að vaxtastig hafi ekki verið í samræmi við efnahagsaðstæður heldur hitt að sú hugmynd að hægt sé, í opnu hagkerfi, að stýra verðbólgu með vaxtastigi er röng. Þegar hagkerfið er opið fyrir erlendu fjármagni flæðir það einfaldlega inn verði vextir of háir. Þetta var það sem gerðist hér og því fór sem fór.

Í Bandaríkjunum er einn gjaldmiðill þótt efnahagsþróun geti verið mjög misjöfn milli ríkja. Vextir eru þá í rauninni alltaf annað hvort of háir eða of lágir miðað við efnahagsþróun í hverju ríki. Sama á við í Evrópu. Ætti að fara hina leiðina og miða vaxtastig við þröngan efnahagslegan veruleika liggur við að hvert hérað eða jafnvel hver atvinnugrein þyrfti eigin gjaldmiðil. Slíkt gengi aldrei upp.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.5.2010 kl. 12:42

11 identicon

Ómar: "Evran hefur ennfremur ekkert með atvinnuleysi að gera " Það er sterkt samhengi á milli verðbólgu og atvinnuleysis og er útskýrt með svokallaðri Phillips kúrvu. S.s. getum haldið niðri atvinnuleysi með því að taka á okkur verðbólgu en ef við hefðum haft hér evru hefði gengið verið niðurnelgt og ekki hægt að taka hagsveifluna út í gjaldmiðlinum, hún hefði bara komið fram annarsstaðar. Það er alltaf eins og menn haldi að við losnum við hagsveiflur með því að losa okkur við krónuna. Mæli með því að þú lesir þér sjálfur til.

M.b.k.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 12:53

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er rangt.  Auðvitað væri hægt að grípa til annarra ráðstafanna til að sporna við atvinnuleysi en einhverju kúrfu og verðbólgu.

Gengisfelling er ekkert annað en lífskjaraskerðing almennings.  Þetta virðist fólk einfaldlega ekki skilja, líklega vegna heimsku.  Það er eins og fólk haldi að gengisfelling sé eitthvað hókus pókus.  Þetta er bara lífskjaraskerðing með einu pennastriki.

Það sem verra er að það sem á eftir fylgir eru endalaus vandræði fyrir efnahagslífið í heild.  Meina, íslendingar ættu nú að þekkja þetta manna best eða ? 

Kynnið ykkur mál en bullið ekki hérna endalaust fyrir LÍÚ.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.5.2010 kl. 15:28

13 identicon

Hvað er rangt við þetta? Og LÍÚ what now?

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 17:16

14 Smámynd: Atli Hermannsson.

Að þakka krónunni eins og Steingrímur gerir; er eins og að þakka ökumanni fyrir að skutla slösuðu barni á bráðamóttökuna - og láta þess ógetið að það var hann sem ók á það.

Atli Hermannsson., 3.5.2010 kl. 18:47

15 identicon

Við skulum spyrja að leikslokum hjá Grikkjum, evrunni og ESB. Botninum er alls ekki náð hjá Grikkjum. Trúverðugleiki evrunnar hefur beðið mikla hnekki og hin alþjóðlega fjármálakrísa hefur svipt hulunni af veikleikum myntsamstarfsins og ESB.

Hnignun ESB er hafin, ESB er enganvegin samkeppnisfært né sannfærandi sem mótvægi við önnur stór hagkerfi. Þar eru of margir smákóngar og kerfið þar er spillt að upplagi. ESB er dæmi sem aldrei gat gengið upp.

Íslendingum er mun betur borgið með krónuna. Menn ættu að einbeita sér að því að bæta stjórnkerfið og leikreglur kerfisins í stað þess að blóta einkunnaspjaldinu.

Njörður (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 01:10

16 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hjörtur oog Njörður - þakkir fyrir ykkar framsetningu málsins -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.5.2010 kl. 04:48

17 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Eftir að hafa lesið þessar athugsemdir er greinilegt að Þorsteinn sem hóf þessa umræðu ber af að skýrleika og óhlutdrægni. Flestir aðrir hafa "einhvern málstað að verja" sem koma efnahagsumræðu ekkert við. Það að vera á móti ESB er ekkert launungarmál þeirra sem eru fylgjandi krónunni. Það er orðið ljóst að um það snýst umræðan. Ef krónan á að fara á hauga sögunnar verður ísland að ganga í ESB. Því skil ég að menn berjist hetjulega fyrir glötuðum málstað.

Lífið er fullt af mótsögnum og þegar kemur að því að auka frelsi borgaranna til athafna og fjárfestinga þá verðum við að losna við krónuna og tengjast stærra myntbandalagi. Það þýðir að sjálfsögðu að við missum þjóðlega stjórn á gengi myntarinnar. Það mun hins vega bara kenna okkur að stjórna lífi okkar og efnahag betur að öðru leyti og færa okkur möguleika sem sem við getum bara gleymt a meðan við höfum krónur í vasanum.

Gísli Ingvarsson, 4.5.2010 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband