ASÍ-elíta í þágu útrásar

Alþýðusamband Ísland var í nánu samkrulli við útrásarauðmenn í gegnum lífeyrissjóðina þar sem ASÍ og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins véla með sparnað launafólks. Milljarðar ofan á milljarða flutu inn í ruglfyrirtæki auðmanna. Þegar sukkið er afhjúpað situr ASÍ-elítan keik í stólum sínum og hraunar yfir lífeyrissjóð opinberra starfsmann fyrir að greiða félögum sínum lífeyri án skerðinga.

ASÍ-elítan er löngu komin úr tengslum við skjólstæðinga sína. Einangruð tilvera skjóli atvinnurekenda og fyrsta farrýmisheimur Evrópusambandins mengar hugarfarið og fær ASÍ til að vinna gegn þjóðarhagsmunum í þágu útvaldra.

ASÍ situr kjurr um hríð en við næstu atlögu er hætt við að feysknar stoðir skrifstofuveldisins brotni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fróðlegt verður að sjá og heyra 1. maí ræðu þessara skrifstofublóka ASÍ skrifræðisveldisins núna. 

Í fyrra fór helmingur ræðutíma Gylfa Arnbjörnssonar yfirjólasveins þessara sjálfskipuðu ASÍ "snillinga" í það að mæra ESB og að það væri ein aðal krafa launafólks í landinu að Ísland gengi tafarlaust í þetta yfirríkjabandalag.

Þessum ESB áróðri sínum jós hann linnulaust yfir Íslenska Alþýðu á sjálfum sameiningar- og baráttudegi íslensks launafólks.

Auðvitað talaði maðurinn alveg umboðslaus enda baulaði alþýðan á hann allan ræðutímann og því hærra var baulað því meir sem hann talaði um ESB trúboðið. 

Skyldi þetta verða sama ESB- steypan í ár og í fyrra og fara þeir kanski með bláa gulstjörnu fána þessa yfirríkjabandalags í fylkingarbrjósti.

Það verður þá ekki gert í mínu nafni eða mikils meirhluta íslenskrar alþýðu.

Skora á fólk að fylgjast vel með þeim og að baula þá á þessa jólasveina ef þetta ESB rugl á áfram að vera stefið þeirra.

En það kæmi mér svo sem ekkert á óvart í þessum efnum þetta lið hefur marg sýnt sig í að vera algerlega veruleikafyrrt í sínum fílabeinsturni ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 10:38

2 identicon

Mælið heill!

Þetta er enn og aftur það mikilvægasta af öllu.

Hvað er eiginlega í gangi þegar almannasjóðir eru notaðir á óábyrgan hátt og engin ber ábyrgð?

Það er ekki kapítalismi. Það er kunningjasamfélags spillingin alræmda. Það þarf að reita í þeim garði. NÚNA!

jonasgeir (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 11:12

3 identicon

Það er kominn tími til að gjörbylta stjórnarfyrirkomulagi lífeyrissjóðanna.
Þessi helmingaskiptaregla atvinnurekenda og verkalýðsforkólfa er búin að rústa sjóðunum vegna spillingar sem fylgdi.
Þetta er ekki ósvipað og hvernig helmingaskiptaregla íhalds og framsóknar
er búin að rústa þjóðfélaginu.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 13:23

4 identicon

Hver er þessi "elita" ASÍ ?

Mér skilst (af netsíðu ASÍ) .að "æðsta" vald samtakanna sé árlegt þing kjörinna fulltrúa launafólks, sem móti stefnu og velji forustu ASÍ.

Trúlega velja fulltrúar þá Miðstjórnarmeðlimina,sem hittast tvisvar í mánuði.

Forsetafundir ASÍ eru haldir vikulega og þar mæta , skilst mér, forseti og varaforseti,framkvæmdastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri. Þessir fjórmenningar hittast vikulega og ræða málefni vikunnar og SKIPULEGGJA DAGSKRÁ NÆSTA MIÐSTJÓRNARFUNDAR.

Eru kannski þessir fjórmenningar, sem eiga sæti á Forsetafundum ASÍ "elítan" sem færslan nefnir?

Hvernig er annars stöðuveitingu Forseta og framkvæmdastjóra og þeirra aðstoðarmanna hagað innan samtakanna??

Agla (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband