Þjóðstjórn er samstaða um spillingu

Við sérstakar aðstæður neyðar og yfirvofandi hörmunga er þjóðstjórn réttlætanleg. Þær aðstæður eru ekki uppi núna. Umræður stjórnmálaflokka um þjóðstjórn undirstrika þrekleysi flokkanna við að axla ábyrgð á hruninu.

Þjóðstjórnarhugmyndir eru settar fram til að skapa samstöðu hjá stjórnmálaelítunni um óbreytt ástand. Krafa almennings er að stjórnmálaflokkar geri hreint fyrir sínum dyrum og þeir stjórnmálamenn víki sem eru löðrandi í útrásarspillingu.

Stjórnmálaflokkar eru ríkisrekin félög til að standa fyrir umræðu um landsins gagn og nauðsynjar jafnframt sem þau eru vettvangur þar sem fulltrúar almennings eru valdir í trúnaðarstöður. Þeir sem fara fyrir stjórnmálaflokkum landsins ættu að hafa þetta í huga. Þjóðstjórn er þöggun á umræðu og kippir fótunum undan rökum fyrir ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ágætis greining. Menn áttu að mynda þjóðstjórn þegar hrunið var að byrja. Örfáum vikum síðar var það of seint - þá voru brigsl, tortryggni og skipulagður skrílsháttur búin að eitra andrúmsloftið.

Baldur Hermannsson, 30.4.2010 kl. 09:56

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þarna erum við ekki sammála!!!! þetta gæti virkað öfugt,er það ekki,ef allir væru svo svartsynir sem þú það hafði krappan ekki orðið er það????/Kveðja Halli gamle

Haraldur Haraldsson, 30.4.2010 kl. 12:17

3 identicon

Mjög gott og rétt.

Stjórnmálaflokkar eru hins vegar ekki "umræðuvettvangur" fyrir fólkið í landinu.

Stjórnmálaflokkar eru hagsmunasamtök stjórnmálamanna.

Karl (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 12:41

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mikið til í þessu hjá Karli. Stjórnmálaflokkarnir eru umræðuvettvangur fárra.

Baldur Hermannsson, 30.4.2010 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband