Hrunsjóðum lokað - en hverjir taka við?

Ríkisvaldið tekur yfir rekstur tveggja stærstu sparisjóða landsins, Sparisjóðnum í Keflavík og Byr, en sá langstærsti, Spron, fór í gjaldþrot skömmu eftir hrun. Græðgishegðun stofnfjáreigenda fékk rökrétta niðurstöðu með þroti hrunsjóðanna.

Ef þeir sparisjóðir sem höfðu borð fyrir báru á tímum útrásar og létu ekki fíflast af auðmönnum hafa burði til að taka yfir reksturinn sem ríkisvaldið leysti til sín yrðu það ágæt tíðindi. Ef sú leið er ekki fær verður að hugsa málið upp nýtt.

Það er ekki góður kostur að ríkið eigi sparisjóðarekstur. Áður hefur komið fram að ríkið hyggst eiga til langframa Landsbankann og hljómar það skynsamlega enda vandfundnir innlendir aðilar sem treystandi er fyrir fjármálastarfsemi. Þó eru þeir til. MP banki kemur þokkalega undan útrás og er eini bankinn sem ekki er á spena ríkisins.

Ef ríkið ætlar að eiga Landsbankann gengur ekki að sparisjóðirnir verði jafnframt á hendi ríkisins. Annað tveggja er í stöðinni; að finna innlenda aðila sem geta átt og rekið sparisjóði eða að fá útlenskan banka, gjarnan norrænan, til að taka yfir reksturinn. 


mbl.is Óvissu um sparisjóði lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju ekki bara að setja þessa sparisjóði í þrot?

Hér er allt yfirfullt af bönkum og öllum gerðum og tegundum af fjármálastofnunum.

Öllum er ljóst að engin þörf er fyrir alla þessa banka.

Bara að fjármálaráðherra láti byr ekki plata sig eins og VBS fjárfestingarbanki gerð sem hafði 26 milljarða af fjármálaráðherra og almenningi í landinu fyrir um ári, eyddi því öllu og fór síðan beint í þort.

Vonand að ríkið fari ekki að setja peninga inn í þessa sparisjóði. Öllum á að vera það ljóst að í þessir tveir sparisjóðir eru rotnir niður í rót.

Þessum batteríum á bara að loka.

hg (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband