Blaðamenn vanhæfir að fjalla um hrunskýrslu

Fjölmiðlar eru duglegir að kynda undir eftirvæntingunni eftir skýrslu rannsóknarnefndar alþingis um hrunið. Af hálfu fjölmiðla er viðbúnaður og má gera ráð fyrir að flestir fréttatímar næstu daga verði sneisafullir af fréttum byggðum á hrunskýrslunni.

Ekki verður þess vart að hluti af viðbúnaði fjölmiðla sé að sigta út þá blaðamenn sem vanhæfir eru til að fjalla um efni hrunskýrslunnar. Engar fréttir eru sagðar af ritstjórnum sem hafa farið í gegnum sjálfsmat á eigin frammistöðu á útrásarárunum.

Baugsmiðlar í heild sinni eru vanhæfir að fjalla um efni hrunskýrslunnar. Allt frá innreið Jóns Ásgeirs í fjölmiðla 2001/2002 lágu ritstjórnir á hans framfæri marflatar fyrir útrásaráróðri almennt og baugsblekkingum sérstaklega.

Aðrar starfandi ritstjórnir eru samsekar Baugsmiðlum með því að þær flytja ekki fréttir af frammistöðu Baugsmiðla og með þögninni hafa þessar ritstjórnin brugðist skyldum sínum. Hér koma til sögunnar kunningja- og vinatengsl blaðamanna.

Starfandi ritstjórnir eru löngu fallnar áður en kemur að lokaprófinu í áfanganum; hvernig stóð ég mig í aðdraganda hrunsins.

 

 


mbl.is Mikil eftirvænting eftir skýrslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er blaðamannastéttin meira og minna vanhæf að koma nálægt umfjöllun um skýrsluna.  Ef allt er eðlilegt með störf nefndarinnar, þá hlýtur hún að afgreiða þeirra hlut með falleinkunn.  Auðvitað eru einhverjir einstaka blaðamenn með hreinan skjöld, en litlar líkur á að slíkir fái að fjalla um jafn viðkvæm mál nátengdum ritstjórum og eigendum miðlana.  Það væri fengur í að sjá lista þeirra blaðamanna sem örugglega hafa eitthvað að fela fyrir sig og sína, svo að almenningur getur forðast að lesa eða horfa á afrakstur vinnu þeirra.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 22:02

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hárrétt Páll.

Árni Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 22:13

3 identicon

Þetta er þörf ábending Páll.

sandkassi (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 23:02

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Veit ekki með þig Páll, og hverju þú býst við, en burtséð frá sauðahætti og meðvirkni blaðamanna þegar dansað var í kringum gullkálfinn, þá hlýtur mesta eftirvæntingin að snúa að "starfsábyrgð" æðstu stjórnenda og eftirlitsaðila íslenska ríkisins. Þessi skýrsla hlýtur að fjalla um það fyrst og fremst, og leggja til að viðkomandi verði kallaðir til ábyrgðar hjá landsdómi.

Við kjósum ekki blaðamenn, en við kusum alþingismenn til að gæta hagsmuna og fjöreggs okkar.  Margir brugðust illilega og þurfa því að axla ábyrgð.

Brot á starfsábyrgð blaðamanna, káfar meira upp á eigendur blaða og trúverðugleika þeirra sjálfra.  Það verður allavega holur hljómur úr "Agnes skrifar" á meðan hún þegir þunnu hljóði um meintar fríferðir á vegum útrásafyrirtækja.  Eða finnst þér það ekki?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 12.4.2010 kl. 03:50

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er dapurleg færsla Páll, en sennilega er hún sönn. Hér er ekki spurt hverjir skrifa hvað , heldur eru blaðamenn dregnir í dilka eftir eigendunum! Og samt finnst mönnum engin ástæða til að aðskilja ritstjórnir frá eigendavaldinu með lögum.  Og ef menn halda að fjölmiðlar skipti ekki máli því netið opni mönnum aðgang að fréttum frá fyrstu hendi, þá ættu menn að hugsa málið aftur. Eftir því sem magnið eykst og miðlunum fjölgar, þeim mun meiri þörf er á ábyrgum, traustum miðlum sem flytja sannar fréttir og svo aðra miðla sem leggja út af og  túlka fréttir og atburði. Í dag eru hér miðlar sem afbaka fréttir eða þegja eða hreinlega ljúga. Og sé tekið mið af bloggumræðunni sem endurspeglar yfirleitt það sem birtist í helstu fjölmiðlunum, þá sér maður daglega þann flaum af bulli sem er afleiðing lélegrar blaðamennsku Hvernig á fólk að geta myndað sér réttar skoðanir þegar það fær aldrei eða sjaldan réttar upplýsingar?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.4.2010 kl. 07:23

6 identicon

Íslenskir fjölmiðlar eru ónýtir.

Auðmenn eyðilögðu einkareknu miðlana.

Ríkismiðlarnir eru rammpólitískir en verra er að þeir eru máttlausir sökum niðurskurðar.

Hrikalegt ástand og þekkist ekki í nokkru lýðræðisríki.  

Karl (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 08:14

7 Smámynd: Haraldur Baldursson

Fjölmiðlafólkið er því miður háð sínum launum og viðurværi. Reynslan í gegnum árin hefur tuktað þetta, margt hvert, ágæta fólk til þægðar. Það þarf ekki háværan eiganda inn á skrifstofu. Það er nóg að horfa á fórnalambalistann, hverjir voru reknir, hverjir máttu horfa á eftir hverri tilunninni vegtyllunni á fætur annarri sigla framhjá til minni spámanna.
Skilaboðin eru nógu skýr frá eigendunum.

Og já undir strikið hefur þú rétt fyrir þér Páll vanhæfni er full víða í þessari stétt til umfjöllunar skýrslunar.

Haraldur Baldursson, 12.4.2010 kl. 09:06

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hengja skjóta skera -

Það er mikið talað um eftirlitsaðila - hengja skjóta skera -

Helfararvíkingarnir brutu allt sem unnt var að brjóta -

Ef ég ek of hratt eða fer yfir á rauðu - á þá ekki að skamma (sekta) lögregluna? Nú eða löggjafann??

Eftirlitskerfið var sniðið skv. fyrirmælum vina Samfylkingarinnar hjá ESB -

Á þá ekki að taka það fyrir?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.4.2010 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband