Flatskjárkenningin um hrunið

Hrunskýrslan verður kynnt á morgun og eftir búið verður að tyggja á feitustu bitunum er komið að heildarmyndinni. Ein kenning verður án efa sett á flot fyrr heldur en seinna. Björgólfur eldri kynnti hana til sögunnar í Sjónvarpsviðtali þegar hann reyndi að dreifa ábyrgðinni af hruninu. Björgólfur sagði marga hafa keypt flatskjái þegar krónan var hátt skráð. Af því leiddi samsekt.

Almenningur ber ekki ábyrgð á hruninu. Þrír hópar eru ábyrgir fyrir hruninu. Í fyrsta lagi útrásarauðmennirnir sjálfir og eru þeir aðalhöfundar hrunsins. Í öðru lagi meðhlauparar úr röðum viðskiptafræðinga, lögfræðinga, endurskoðenda, blaðamanna og almannatengla sem lögðu til sérfræðiþekkingu sína til að siðleysi og lögbrot útrásarauðmanna næðu fram að ganga. Í þriðja lagi opinberir aðilar, embættismenn og stjórnmálamenn, sem eru meðsekir sökum beinnar þátttöku í útrásinni og/eða gáleysis í aðdraganda hrunsins þegar vörnum gegn fjármálaöfgum var sópað til hliðar.

 Hrunskýrslan hlýtur að bregða ljósi á hlut þessara hópa. Í framhaldi verða að koma viðurlög, bæði í dómskerfinu, atvinnulífinu og stjórnmálum. 

Umfram allt verður koma í veg fyrir að flatskjárkenningin um hrunið villi sýn á meginatriðin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og það er merkilegt að þrátt fyrir alla þessa meintu velmegun almennings fram til 2008 er Ísland nú, aðeins rúmu ári eftir hrun, með elsta bílaflota Vestur-Evrópu. Flatskjárkenningin er aumkunarverð tilraun til að finna samseka.

Matthías (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 10:36

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér sýnist þú vera full eftirlátssamur þegar kemur að almenningi í landinu.

Við sáum það í Útsvarsþættinum á föstudagskvoldið hvernig almenningur getur lagt sitt af mörkum. Aðeins einn maður sá eitthvað athugavert við að þiggja gjafir frá miljarðasvindlurum. Við getum spurt okkur hvað hefði skeð ef hitt liiðið hefði unnið.

Margt smátt gerir eitt stórt og viðhorf almennings á útrásartímanum hafði líka áhrif á hvernig fór.

Ragnhildur Kolka, 11.4.2010 kl. 10:55

3 identicon

Ég held að flestir séu sammála því að ræningjarnir beri ábyrgð á ráninu og Hruninu.

Ábyrgð þeirra stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka sem fengu bein fjárframlög frá ræningjunum og skiptu jafnvel yfir til ræningjanna er mjög mikil.

Við heyrðum í einum í fréttum í gær ennn á fullu við auglýsa orkuna fyrir bankann sem hrundi undan honum og félögum hans.

TH (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 10:57

4 Smámynd: IGÞ

Dettur nokkrum heilvita manni það í hug að almenningur hafi unnið til saka í bankahruninu?

Því skildi almenningur sem svaf svefni hinna réttlátu eiga yfir höfði sér fjárhagslega fjötra um ókomin ár með ófyrirsjáanlegum áhrifum fyrir komandi kynslóðir.

Sú stjarnfræðilega upphæð sem almenningur er krafin um vegna Icesave plús það að fá enga leiðréttingu höfuðstóls lána, höfuðstóls sem vegna ranglátra og óskiljanlegra reiknikúnsta hefur vaxið svo að ekki einu sinni fræðingar talna og speki geta fært rök fyrir eða skilið sjálfir.

Skilningsleysi og ráðaleysi þeirra sem með völdin fara er er eitt af undrum veraldar. Það er ekki undarlegt að upp í huga manns komi að um heilsubrest sé að ræða

Hefur þetta fólk ekki verið sprautað?

IGÞ, 11.4.2010 kl. 10:59

5 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

IGÞ..já greinarnefndur maður...hann talaði um að almenningur hefði keypt flatskjái í svo stórum mæli..að það setti landið á hausinn..og þessi bjáni var einn af æðstu stjórnendum bankans...hver fáráðurinn á fætur öðrum..málið er bara það..að ef almenningur ætli að fjárfesta í sjónvarpi..þá er ekkert annað í boði en flatskjár!!

Ægir Óskar Hallgrímsson, 11.4.2010 kl. 11:35

6 identicon

Hárrétt hjá síðuhaldara.

Guðmundur Ólafsson hagfræðisnillingur hafði ma. þetta að segja í DV 17. nóv. 2007. Tæpu ári fyrir hrun, vegna fyrirlesturs bandaríska hagfræðingsins Arthurs B. Laffers hér á landi:

DV.: „Erum við þá ekki á bjargbrúninni þótt þjóðin skuldi mikið og viðskiptahallinn sé geigvænlegur?“

GÓ. „Nei það er bara órökstutt bull. Það veit enginn almennilega hvað við er átt með að þenslan sé of mikil og að hagkerfið geti ofhitnað. Þetta er bara vitleysa. Laffer blés af bjargbrúnarkenningu Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra heyrðist mér. Hún felst í því að bankastjórinn hefur miklar áhyggjur af skuldasöfnun almennings og fyrirtækja í útlöndum og að við séum komin að mörkum þess sem þjóðfélagið þolir í þeim efnum. Þetta er í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem seðlabankastjóri kvartar yfir því að almenningur kaupi leikföng.“

Guðmundur segist vera kunnastu af því að hafa varað við hruninu í rúman áratug, - einn Íslendinga.

 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 11:54

7 identicon

Það má svona til gamans geta þess að Flatskjá-sjónvörp fyrir almenning voru eitthvað um 3.7 milljarðar á árunum 2003-2008.

Er það einhver upphæð? Hvað tók það Landsbankan langan tíma að ná þessari upphæð á sömu árum í launabónusa og töppuðum vaxtagreiðslum.

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband