Ný ríkisstjórn er forsenda Icesave-samninga

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. getur ekki í þriðja sinn beðið um samninga við Breta og Hollendinga og ætlast til að vera tekin alvarlega. Ísland þarf pólitíska fórn til að fá gömlu nýlenduveldin að samningaborðinu. Alþjóðlega viðurkennd fórn er stjórnarkreppa.

Eini maðurinn sem talar skýrt og skorinort um nauðsyn þess að ríkisstjórnin fari frá er Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins.

Að frátaldri elsku á ráðherrastólum er það skortur á valkostum sem heldur lífi í stjórninni. Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. eiga að sameinast um að bjóða Vinstri grænum stuðning til starfsstjórnar undir forsæti Ögmundar Jónassonar. Steingrímur J. verður að víkja vegna Icesave.


mbl.is Engir Icesave-fundir ráðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í þessu er ógnvænlegur sannleikur fyrir marga þá pólitísku geldinga þjóðarinnar sem hafa tekið við völdum umfram verðleika.

Árni Gunnarsson, 6.4.2010 kl. 14:59

2 Smámynd: Elle_

Ég get tekið undir pistilinn hvað varðar ríkisstjórnina, Páll, en við viljum ekki og þurfum ekki neina Icesave-nauðungarsamninga fyrir skuld sem við skuldum ekki.

Elle_, 7.4.2010 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband