Frjáls umræða, ritskoðun og eftirlit

Fjölmiðlar léku lykilhlutverk í hruninu með því að auðmenn keyptu þá og gerðu að klappstýrum. Fjölmiðlalögin sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti eyðilagði 2004 voru tilraun til að reisa skorður við yfirþyrmandi veldi auðmanna yfir fjölmiðlum.

Dagskrárvald fjölmiðla er ótvírætt; þeir geta ráðið miklu um hvað er hverju sinni til opinberrar umræðu og ekki síður hverjir komast að í þeirri umræðu. Netið hefur dregið úr dagskrárvaldi fjölmiðla með því að vera í senn viðbót við hefðbundna fjölmiðla og gagnrýnandi.

Hlutverk ríkisvaldsins í lýðræðisríki er að búa svo um hnútana að frjáls umræða fái þrifist. Ríkisvaldið á að hamla gegn fákeppni og einokun í fjölmiðlum. Stundum er það best gert með því að láta hlutina í friði en stundum með inngripum í formi lagasetningar um eignarhald eða opinberum stuðningi við útgáfur og miðla, til að tryggja lágmarks fjölbreytni.


mbl.is SUS hefur áhyggjur af „fjölmiðlalögreglu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mundir reyndar ekki segja að forsetinn hafi verið sá sem eyðilagði fjölmiðlalögin þó svo að hann hafi ýtt á takkann, en hann á þátt í því. Forsetinn hefur tvívegis neitað því að skrifa undir lög og í báðum tilvikum var það vegna þrýstings frá fólki. Hann hefur sem sagt hlustað á almenning frekar en alþingi hvort sem það er nú gott eða slæmt þannig að ég vil frekar kenn þeim stóra hópi fólks um sem var á móti fjölmiðlalögunum á þessum tíma heldur en forsetanum.

En hvað sem því nú líður þá finnst mér mjög vafasamt að mæla til þess að stærsti hluti sjónvarpsefnisins komi frá Evrópu. Sjónvarpið er afþreyingartæki og það á að sjónvarpa því sem eftirspurn er eftir, ef það er eftirspurn eftir Evrópsku efni þá kemur það sjálfkrafa. Fyrir mér er þetta svipað og að mælast til þess að stærsti hluti bíómynda sem sýndar eru séu myndir þar sem bara hvítt fólk hefur komið að gerð, vegna þess að við tilheyrum hvíta kynþættinum.

Axel (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband