Baugsmálið, útrásin og eyðimörkin

Baugsmálið hófst með húsleit í höfuðstöðvum Baugs síðsumars 2002. Ákærur voru gefnar út þrem árum síðar og endurútgefnar 2006 og Hæstaréttardómur gekk í júní 2008, tæpu hálfu ári fyrir hrun. Í sex ár, 2002 - 2008, var til fólk hér á landi sem síbyljaði um að Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsstjóri sætti ofsóknum af hálfu yfirvalda og sérstaklega þó Davíð Oddssyni.

Þessi sex ár voru sköpunarár útrásarinnar og þar með hrunsins. Meðhlauparar Baugs, bæði þeir sem voru á launum hjá baugsmiðlum, lögfræðingar og almannatenglar sem og hinir sem vildu eiga vináttu og málafylgju Baugsfeðga vísa, eiga sinn þátt í hruninu.

Útrásarlygin um að íslenskir fjármálamenn væru hafnir yfir aðra byrjaði með blekkingunni um að Jón Ásgeir væri eineltur snillingur.

Skáldin, blaðamennirnir og lögfræðingarnir og aðrir meðhlauparar hljóta að fyllast stolti yfir eyðimörkinni sem baugsblekkingin skilur eftir.


mbl.is 65% stærstu fyrirtækja gjaldþrota eða yfirtekin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú er með þessa Baugs-menn á heilanum Páll.  Þetta er orðið að stagli.

Er Baugur ekki gjaldþrota og ímynduð snilli þessara drengja farin sömu leið ? Hélt það.  

Maður með þína orðsnilld á ekki að eyða tímanum í skrif um svona jólasveina; snúðu þér að uppbyggjadi skrifum.  

Á enskunni hljómar það "Move On".

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 21:06

2 identicon

Hákon. Ertu frændi Baugsfeðga?

blaðamaður (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 23:31

3 identicon

Ekki er ég tengdur þeim "blaðamaður".  

En ert þú skyldur þeim eða vinnur þú kanski á miðlum þeirra feðga ? Hef ég hugboð um að svo sé.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 23:45

4 identicon

Flottur og sannur pistill,  gaman að sjá að enn finnast einhverjir sem eru vissir um að Jón Ásgeir er "eineltur snillingur" og Baugur góðgerðasamtök.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 00:34

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Helvítis aumingjar og ræningjar náum þeim!

Sigurður Haraldsson, 20.3.2010 kl. 00:56

6 identicon

Þið gleymið sirkusfólkinu,með öll blekkingartrixin og loftfimleika sína endalausa, við gullgerðarlistir sínar, kölluðu orðið peninga "vörur", allt frá þeim átti maður að líta á sem af himnum komið, enda ofurmenni á ferð. Nú má öllum ljóst vera, að allt voru þar ómerkilegir þjófar á ferð, sem rændu styrktarsjóði langveikra barna sem og öðru sem gráðugir puttar þeirra náðu til. Enginn Evrópumaður vill svo lána liggjandi líkinu meðan þessi kvikindi hafa lausagöngu, halda að peningunum verði umsvifalaust stolið, lái þeim hver sem vill.

Robert (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 01:37

7 identicon

Ég held að Arngrímur Ísfeld dómari í Baugsmáli ætti að hugsa sinn gang. Hann sem hló og gerði grín í dómssal við málflutning, og sagði meðal annars að svindlið og blekkingin í kringum kaupin á 10 - 11 væri bara lýsing á sniðugum viðskiptum og góðum díl. En þar var notuð m.a. eitt afbrigðið af þessari "hringekkju aðferð" útrásarmanna sem Danir kölluð "peningaprentvél". Sú aðferð og ýmis afbrigði hennar voru svo endurtekin aftur og aftur til að búa til falska verðmætaaukningu, blása út efnahagsreikninga með "lofti" = óefnislegum eignum sem bankarnir voru tilbúnir að taka sem veðkröfur, og svo var soga meira fjármagn út úr bönkunum til að kaupa þessa loftbelgi hver af öðum með veði í þeim sjálfum, og þar með auka lántökur á erlendri grund, sem við þurfum jú að greiða fyrir þessa ræfla.

Það er eðlilegt að menn hafi Baugsmenn á heilanum því þeir voru að stórum hluta heilinn á bakvið hrunnið.

Íslendingur (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 02:17

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Meðhlaupararnir? Líka hérarnir.

Helga Kristjánsdóttir, 20.3.2010 kl. 04:00

9 identicon

Það er um að gera að halda Baugsliðinu á lofti, þeir eiga ekkert annað skilið.Þeir eru alræmdust þjófar á 21. öldinni og er hún rétt byrjuð.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband