Vinstra hrun í vor

Ríkisstjórnarflokkarnir fá eymdarútkomu í kosningunum í vor, samkvæmt skoðanakönnunum. Sex af hverjum tíu eru á móti ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Væntanlegt afhroð í sveitarstjórnarkosningunum mun dýpka og breikka sprungurnar í ríkisstjórnarsamstarfinu.

Óvinsældir ríkisstjórnarinnar eru vegna hvorki-né stefnunnar sem stjórnin tekur í flestum málum. Stjórnarsáttmálinn um norrænu velferðarstjórnina var ekki sannfærandi plagg og löngu gleymt. 

Flumbrugangurinn í Icesave-málinu, þar sem innantómar hótanir annars vegar og málafylgja við hagsmuni Breta og Hollendinga hins vegar, varð stjórninni ekki til vegsauka.

Til að freista þess að skapa sér betri vígstöðu mun Samfylkingin á næstu þrem vikum reyna að ná samkomulagi við Sjálfstæðisflokkinn um nýja ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dettur nokkrum heilvita manni það í hug að einhver friður fáist með því að hrun FLokkurinn komist aftur til valda NEI TAKK segi ég ,,eina sem þarfa að koma til er algjör BYLTING,eða straxs Utanþingsstjórn.Að fá þessa rammspilltu flokka aftur í stjórn saman er einsog að þjóðinni sé skylt að fremja  harakiri á sjálfum sér.Það má ALDREI gleymast að SjálfstæðisFLokkurinn,kom spillingunni á og mun halda því áfram ef hann kemst í stjórn.Sjáið það fólk sem er þar í forystu,Bjarni,Illugi Tryggvi Þór, Þorgerður Katrín,Ásbjörn,og fleiri og fleirri sem eru með vafasama pappíra á bakinu.Ekkert er hugsað um það í þessum flokki að henda út og laga til,,nei nei það má ekki::Sama Spillingin:..Flokkabull á að heyra sögunni til á Íslandi,hér vantar öfluga liðsheild heilbriðgs fólks.Burt með allt tal um hægri og vinstri,og burt með allt hjal um flokka::Samstaða er það sem þarf::.

Númi (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 10:09

2 identicon

Það er greinilegt að Númi þekkir ekki sögu alþýðuflokksins og síðar samfylkingar ef hann heldur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi komið spillingunni á

Fannsker (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband