Pólitísk lausung veldur þjóðfélagsupplausn

Ríkisstjórnin er stefnulaust rekald sem býr ekki að neinni framtíðarsýn fyrir þjóðina. Almenningur fyrirlítur tilgangsleysi þjarksins um hver sé tilbúinn að stjórna landinu. Þegar hagsmunahópar í þjóðfélaginu finna ekki fyrir forystu fer hver að hugsa um sig. Flugvirkjar og flugumferðastjórar boða verkföll og fleiri koma í kjölfarið.

Víðáttuvitlaus pólitísk dagskrá ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. kemur stjórninni í koll. Ef alþingi kemur sér ekki saman um starfsstjórn er næsta skrefið utanþingsstjórn sem forsetinn skipar.

Ólafur Ragnar Grímsson kann pólitík hefur sýnt að hann er óragur að beita þeim meðölum sem forsetaembættið hefur.

Þeir þrír flokkar sem eru með ráði og rænu, Vinstri grænir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur þurfa að koma sér sama um fyrirkomulag starfsstjórnar ekki seinna en strax.


mbl.is Stöðnun blasir hvarvetna við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Sífeldar endurtekningar á sama hræðsluáróðrinum valda klígju og höfuðverk.

hilmar jónsson, 8.3.2010 kl. 20:56

2 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Ég held að það sé slæmt tilfelli af afneitun sem veldur höfuðverk Hilmars.  Nú þurfa Sjálfstæðisflokkur VG og Framsókn að sameina krafta sína stöðva ESB bullið og sameinast um góð verk: auka þorskkvótann og reyna að vinda ofanaf þessu alkuli sem myndast hefur útaf úrræðaleysi samfylkingarinnar

Hreinn Sigurðsson, 8.3.2010 kl. 21:36

3 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ég er búinn að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í 40 á með tveimur undantekningum.

En eitt verð ég að segja að Bjarni er enginn foringi.

Það sama verður sagt um Steingrím

og líka heilaga jóhönnu , sem margir tilbiðja

Ég hef reyndar lengi haft illan bifur á Framsóknar maddömunni en hún er sú eina sem hefur frumlega hugsun í dag

og reyndar Hreyfingin með frumvarpið um frjáls net samskipti, það er mjög áhugavert mál

Sigurjón Jónsson, 8.3.2010 kl. 21:43

4 identicon

Páll Vilhjálmsson .

Hvers vegna ertu ekki ,,BLAÐAMAÐUR"  ?

Þú virðist vera með allt á hreinu og veist bara allt !

Getur verið, að þú sért ,,ekki blaðamaður" , vegna þess að þú er ekki með allt á hreinu  og veist bara ekki neitt ?

JR (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 22:16

5 identicon

Einhver lýsti því yfir í tilefni dagsins að Jóhann Hauksson væri svokallaður endaþarmur íslenskrar blaðamennsku.  Jónas sjálfur, Gunnar Smári, Reynir Trausta og Mikael Torfason haf borið þennan merka titil innan blaða og fjölmiðlastéttarinnar og DV er með fasta áskrift af honum allt frá upphafi verðlaunaveitinganna. Jóhann starfar þar.

Pistill Baldurs er alveg ágætur, enda þeir sem vilja eitthvað fjalla um þau hér að ofan virðast flestir ekki vera í neinu standi að rökræða um málið.  Jóhann hefur gerst alltof oft afar vafasamur í vinnubrögðum, sem standast enga skoðun.  Gott dæmi er þegar hann virðist hafa samið þá sögu með Jóni Ásgeiri að rúv fréttagengi hafi verið sent inn í Leifsstöð með lögregluyfirvöldum til að mynda það þegar ríkislögreglustjóri átti að hafa ætlað að handtaka auðrónan á sínum tíma.  Hann hélt þessu fram, þó svo að báðar stofnanirnar höfðu lagt fram ítarlegar leiðréttingar og svöruðu efnislega að um hauga lygar væri að ræða.  Jóhann var ekki maður til að draga rangfærslurnar til baka og þóttist hafa einhver vitni fyrir atburðinum.  Ennþá haf engin vitni fundist sem staðfesta sögu Jóns Ásgeirs og Jóhanns, þó að tugir ef ekki hundruð slíkar gætu ekki hafa misst af sirkúsnum ef hann hefði átt sér stað.  Jóhann hefur um árabil verið einn af þeim sem eru nefndir Baugspennar.  Og ekkert lát virðist þar vera á. 

Blaðamannafélagið virðist vera á afar vafasamri braut, eins og uppákomur varðandi uppsagnir á blaðamönnum hjá Mbl.sem og ritstjóraskiptin ullu, á meðan ekki heyrðist orð frá þeim þegar fleiri fuku frá rúv og þegar ritstjóra Fréttablaðsins var sagt upp störfum fyrirvaralaust til að setja pólitíska silkihúfu í staðinn.  Lyktar af of mikilli pólitík hvernig félagið starfar og Jóhann hefur vonandi ekki þurft að líða fyrir sína hörðu afstöðu með stjórnvöldum sem um leið virðist vera sú sama og forysta blaðamannafélagsins viðurkennir.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 02:31

6 identicon

Biðst forláts, en þessi skrif áttu að lenda á allt öðrum pistli.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband