Útrásarstrákarnir og Icesave

Innræti og sálarlíf útrásarmanna er sennilega með öðrum hætti en hjá velflestum. Hugmyndir þeirra um siði og góðar venjur eru hversdagsfólki framandi. Blekkingar og lygi eru þeim sjálfsögð verkfæri. Lygavefurinn var spunninn á þeirri sjálfsblekkingu að íslenskir strákar kynnu að fara betur með peninga en aðrir.

Sjálfsblekkingin er jafn aulaleg og hún er augljós en er ekki nema hluti skýringarinnar.  Það sem vantar i púslið er hvers vegna jafn margir og raun ber vitni lögðu trúnað á sjálfsblekkingu útrásarstrákanna. 

Veldi þeirra stóð í tæpan áratug en við verðum áratugi að jafna okkur eftir hrunadansinn. Í dag fer þjóðin á kjörstað og hafnar Icesave-skuldaklyfjunum sem ríkisstjórnin ætlaði fyrir hönd útrásarstrákanna að láta þjóðina axla.

 


mbl.is Ný stefna felldi Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það vantar bara kókaínneyslu í púslið þitt Páll. Þegar þú skilur verkun og afleiðingar þess vinsæla efnis, þá fer þetta bankahrun að skýrast á eðlilegan máta.

Það er bara bannað að tala um þetta á þannig nótum. Því miður. Það er svo margt heilagt á Íslandi....

Kókaínisti í fullri neyslu er besti sölumaður sem til er á jörðinni.

Hann getur selt þér loftið sem þú andar að þér á afborgunum...og það versta við alltasaman er að þú borgar án þess að skilja af hverju. þú trúir raunveruega að þú sem þú ert að kaupa eitthvað bráðnauðsynlegt. 

Hver vill vera án lofts?

Hún er alveg skýr fyrir mér þessu hegðun útrásarvíkinga....

Óskar Arnórsson, 6.3.2010 kl. 15:26

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Bæði eigendur og stjórnendur bankans voru siðblindir glæpamenn sem höfðu ekki hundsvit á bankastarfssemi.

Guðmundur Pétursson, 6.3.2010 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband