Stjórnmálaalkinn Steingrímur J.

,,Við skulum taka hvern dag fyrir sig," sagði Steingrímur J. á blaðamannafundi í dag. Óvirkir alkar temja sér sama lífsviðhorf; einn þurr dagur í senn, langtímaáætlun kemur seinna.

Völd eru áfeng og vandabindandi eftir því. Steingrímur J. fórnaði sannfæringu sinni til að ná þeim, þegar hann samþykkti ESB-umsóknina, og hann var þess albúinn með Icesave-samningum að veðsetja fjárhagslega framtíð þjóðarinnar til að halda völdunum.

Þegar Steingrímur J. er á þröskuldi niðurlægjandi ósigurs í þjóðaratkvæðagreiðslu horfist hann í augu við ofneyslu valdanna ætlar hann að taka sér taki. Fyrsti dagur: Biðjast lausnar sem fjármálaráðherra.


mbl.is Hvað á Steingrímur við?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður fylgir okkur sú ógæfa í dag, að við völd þessa stundina eru huglausustu forystumenn sem hafa farið fyrir landi síðan það fékk heimastjórn.

 Það er ekki nóg með að tvíeykið gefist upp baráttulaust, heldur taka þau að sér að verða helstu málflytjendur gömlu nýlenduríkjanna - með að ætla að sitja heima !

 Burt með þetta ógæfulið !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 15:40

2 identicon

frábær samlíking......

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 16:22

3 identicon

Þessi samlíking er tær snild, þingflokkur Samspillingarinnar eru búnir að vera meðvirkir með Lady GAGA.....lol.....lol....!  Eftir stendur sú staðreynd að Steingrímur mun héðan í frá ganga undir heitinu SteinFREÐUR - frosinn heili!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 17:55

4 identicon

Í þessu samhengi finnst mér rétt að rifja upp skrif Andrésar Magússonar frá því desember sl. http://andres.blog.is/blog/andres/entry/989517/

Baldur (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 00:52

5 Smámynd: Sigurður Heiðar Elíasson

Það sem þið kallið hugleysingja, er einmitt fólkið sem stendur fastast á sinni sannfæringu, sem vill það góða fyrir þjóða rétt eins og þið væntanlega...það er enginn að neyða neinn til að vera sammála hvor öðrum, hann lætur þó ekki kaupa sig burt og bola niður með níðorðum og ruddaskap sem sjálfstæðismönnum er einum lagið. og talandi um alka, sjálfstæðisflokkurinn er nú bara eins og fíkill í leit að skammti eftir að hann missti völdin hérna, enda dottinn í algjört skítkast og sandkassaslag í sínum fráhvarfsköstum.

Sigurður Heiðar Elíasson, 6.3.2010 kl. 01:47

6 identicon

Nú er ég endanlega kominn á þá skoðun að þetta fólk sem skrifar um stjórnmál á moggablogginu sé einfaldlega SNARBILAÐ

  Þið  notið frasa eins og valdafíklar, þegar stjórnarandstaðan sem er nú var við stjórn í rúmlega 3 kjörtímabil, og reynir núna af öllum mætti, burtséð frá hagsmunum þjóðarinnar að ná aftur völdum, þá reynið þið að segja að NÚVERANDI STJÓRN  SÉU VALDAFÍKLAR..............vá.......síðan viljið þið vera tekin alvarlega

jóhannes (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 02:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband