Össur einangraður í ESB-helförinni

Össur Skarphéðinsson er ekki með þjóðina að baki sér í ESB-helför Samfylkingarinnar. Vinir Össurar í breska Verkamannaflokknum þvo hendur sínar af Össuri, en ásamt Björgvini G. Sigurðssyni er utanríkisráðherra félagi Browns. Þingmenn Vinstri grænna flýja Össur unnvörpum.

Þýskalandsför Össurar verður vonbrigði. Þýskir munu endurróma boðskap Díönu Wallis, sem var hér nýverið á vegum Evrópuþingsins, að heimavinna Samfylkingarinnar sé hörmung. Evrópusambandið hefur ekki áhuga á meðsekt kvislingastjórnar örríkis sem  svælir þjóð undir Brusselvaldið í skjóli efnahagshruns. Ólíkt Össuri bera ráðamenn í Evrópu lágmarksvirðingu fyrir þjóðarvilja.

Fíflagangur Össurar og Samfylkingar með ESB-helförinni kostar þjóðina dýrt, bæði mælt í krónum og orðspori.


mbl.is Utanríkisráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það segir meira en margt annað að Diane Wallis hvetji til þess að farið sé varlega í inngöngu í Evrópusambandið, hún sem hefur margoft komið til Íslands á liðnum árum og hvatt til þess að við gengjum í sambandið ekki síðar en í gær.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.3.2010 kl. 12:16

2 identicon

Snjallt orð " helför" - og réttnefni .

 Fáir virðast hafa lesið 17.grein ESB um æðsta vald þeirra í sjávarútvegsmálum.

 Þar segir orðrétt.:

 "Ísland mun þurfa að fallast á meginreglur um ÆÐSTA VALD Evrópusambandsins um AÐGANG AÐ HAFNSVÆÐI, sem samkvæmt 17.grein reglugerðarinnar um sameiginlega fiskveiðistefnu ESB tryggir SKIPUM FRÁ Ö L L U M aðildaríkjum AÐGANG AÐ FISKVEIÐILÖGSÖGU ANNARRA> AÐILDARRÍKJA".

 Þarf frékar vitnanna við ??

 Samfylkingin farin að minna á National Samling flokk Quislings í Noregi á stríðsárunum. - Grátlegt.

Kalli Sv einss (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 12:19

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hjörtur: Wallis hefur líklega áttað sig á því að með því að hleypa Íslandi inn væri ESB í raun að taka að sér vandræðabarn og óþekktaranga. Við erum ung þjóð, bæði að árum og í hegðun, sem hentar okkur ágætlega til að komast af hér á harðbýlum norðurhjara. Evrópa er hinsvegar gömul og þreytt og skortir þrek til að halda íslenska orkuboltanum í skefjum skrifræðis og skipunarvalds.

Alveg eins og mamma, hún ræður ekki lengur við að passa öll börnin mín í einu!

Guðmundur Ásgeirsson, 3.3.2010 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband