Lilja er væntanlegur ráðherra

Keyra útrásarauðmenn í þrot og hefja skynsamlega uppbyggingu atvinnulífsins sem jafnframt yrði siðferðislega verjandi. Lilja Mósesdóttir er einn fárra þingmann sem hafa tilfinningu fyrir þjóðfélagsstraumum.

Útrásarpakkið á ekki að fá neina hlutdeild í endurreisn landsins, það er forsenda fyrir því að almenningur leggist á sveif með stjórnvöldum.

Skynsamleg uppbygging atvinnulífsins með ábyrgð, ráðdeild og virðingu fyrir náttúruverðmætum að leiðarljósi er leiðin sem verður að fara.

Við setjum Lilju Mósesdóttur í embætti viðskiptaráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Líklega er best að hún sjái jafnframt um iðnaðarráðuneytið.


mbl.is Hætta að tipla á tánum í kringum kröfuhafana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

Fyrir gefðu palli minn en ríkistjórn þar sem sjálfgræðgisflokkurinn kemur við sögu er nú bar ekki á dagskrá.

Fyrr má nú aldeilis fyrr vera froðusnakkið í þér ef þú ætlar þeim er hruni ollu að gera nokkuð til að bæta þann skaða sem þeir hafa valdið

Eða hefur baugs blaðrið þitt endanlega blindað þig fyrir öðrum siðblindingjum í þjóðfélaginu

Oft hef ég haft gaman af skrifum ínum en nú er mér ekki skemmt

Kristján Logason, 2.3.2010 kl. 14:23

2 identicon

Fyrirgefðu Kristján minn en Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn og talar fyrir hönd þriðjung þjóðarinnar. Hann á augljóslega að vera í ríkisstjórn.

Ég set samt stóóórt spurningarmerki við að láta vg fá iðnaðarráðuneytið þar sem þeir vilja alls enga stóriðjnu og það einu náttuauðlindirnar sem þeir vilja nýta eru krækiber og fjallagrös. Vg eru álfar.

Joseph (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 14:36

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Á tímum sem þessum þurfum við líka Pétur Blöndal í fjármálaráðuneytið!

Guðmundur Ásgeirsson, 2.3.2010 kl. 14:44

4 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Og Þorstein Pálsson í forsætisráðuneytið.

Sveinn Elías Hansson, 2.3.2010 kl. 14:53

5 identicon

Keyra útrásarvíkinga í þrot og meina þeim aðgang að uppbyggingu landsins?

Hvernig á að koma því í gegn án þess að breyta manntéttindakafla stjórnarskrárinnar?

mbk,

Ólafur S (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 15:05

6 identicon

Sjálfstæðisflokkur og VG eru ekki með meirihluta á Alþingi.

Ásgeir (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 15:38

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ertu galinn Sveinn Elías, sú tilraun endaði illa í beinni útsendingu 1988.

Engan ESB sinna í forsætisráðuneytið - takk !!!

Sigurður Sigurðsson, 2.3.2010 kl. 15:54

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Pétur Blö verður afdráttarlaust að fá fjármálaráðuneytið. Á tímum sem nú er lífnauðsynlegt að kalla til menn sem eru naskir við að finna fé án hirðis.

Og er ástæða til að gleyma Finni Ingólfssyni og Kjartani Gunnarssyni þegar til stendur að ráðstafa bönkunum upp á nýtt? 

Og má eg biðja fólk að muna eftir þeim Halldóri, Davíð og að ógleymdri Valgerði minni á Lómatjörn. Þetta fólk býr allt að haldgóðri reynslu við að finna stuðningsforeldi fyrir ráðvillta fjármuni þessarar þjóðar.

Við þurfum fólk með reynslu!!!!

Árni Gunnarsson, 2.3.2010 kl. 17:38

9 identicon

Lúðvík Jósepsson var eitt sinn spurður að því af hverju hann léti ekki einn ónefndan þingmann Alþýðubandalagsins fá ráðherraembætti.

Lúðvík svaraði að bragði:  "Maður sem ekki rekst í 10 manna þingflokku getur ekki rekist vel í 10 manna ríkisstjórn."

Þetta á líka við um Lilju Móseasdóttur. 

Svo má ekki gera konunni þetta að orða hana við ráðherradóm. Hún fyllist bara enn meiri hroka og yfirlæti gagnvart öðrum í þingflokknum.  Nóg er víst samt. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 17:56

10 identicon

Hinn hrokafulli rammfalski spunatrúður og almannatengill Samfylkingarinnar og Jóns Ásgeirs, Jóhann Hauksson kveður sér hljóðs í gervi "blaðamanns" á DV:

"Ofurlítil athugasemd við Pál Vilhjálmsson"

"Mig langar ögn til að biðja Pál Vilhjálmsson sem bloggar eftirfarandi að hafa í huga nokkur atriði og halda sig við staðreyndir, ekki síst af því hann titlar sig stundum blaðamann."

http://www.dv.is/blogg/johann-hauksson/2010/3/2/ofurlitil-athugasemd-vid-pal-vilhjalmsson/

Og auðvitað fylgir löng greinagerð í stíl alfræðingsins.  Ekki virðist Jóhann telja sig þurfa að koma athugasemdum beint til þeirra sem hann á erindi við, heldur nýtur sinn einstaklega ómerkilega vettvang til skrifta sem athugasemd við annarra bloggskrif.  Svo sem ekkert sem kemur á óvart.

Það væri áhugavert að sjá Pál svara honum hér.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 18:06

11 identicon

Einstakt "Knock Out" Ögmundar Jónassonar á "blaðamanninum" og alfræðinginum Jóhanni Haukssyni sem hann segir efnislega versta "talsmann" vinstristjórnarinnar:

http://www.ogmundur.is/news.asp?ID=657&type=one&news_ID=5134

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 18:56

12 identicon

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 20:30

13 identicon

Páll.

Bæði ég og fleiri erum, í þessari og fyrri færslum, búnir að benda þér á að VG og íhald hafa ekki meirihluta á þingi. Ekki er hægt að mynda tveggja flokka stjórn án Samfylkingar. Þú verður að fara að útskýra þitt mál betur.

Svavar Bjarnasson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 21:49

14 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Tveggja flokka stjórn án Samfylkingar er rædd í bloggi kvöldsins.

Páll Vilhjálmsson, 2.3.2010 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband