Hrunverjar vilja ljúga okkur inn í ESB

Málgagn hrunverja, Fréttablaðið, reynir í leiðara að telja þjóðinni trú um að á ,,lokaspretti viðræðna" við Evrópusambandið fáum við tilboð sem við getum ekki hafnað. Hrunverjar sækjast eftir endurnýjun lífdaga í Evrópusambandinu, gildir það bæði um fallna auðmenn og pólitíkusa með spillingarferil að baki.

Þjóðin krefst þess að umsóknin um aðild verði dregin tilbaka enda fáránlegt að eyða 2-3 milljörðum króna til að reyna komast í félagsskap þar sem viðvarandi atvinnuleysi ungs fólks mælist 30 - 40 prósent.

Umsóknina um aðild að ESB á að draga strax tilbaka.


mbl.is Atvinnuleysi mælist 9,9% á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála meirihluti þjóðarinnar er á móti skelfilegt ferli sem verður að stöðva með öllum ráðum

Örn Ægir (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 16:07

2 identicon

Aðild að ESB hefur ekkert með atvinnuleysi að gera. Þetta er bara meðaltalið sem er í rauninni jafnhátt og atvinnuleysið á íslandi þannig að ég skil ekki hvað þú ert að æpa. Mörg ríki eru vel undir þessu meðaltali eins og t.d. Danmörk svo aðrir sem sprengja skalann eins og t.d. Spánn sem hefur alla tíð verið með hátt atvinnuleysi.

Sveinn J (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband