Fávísi Finnur í Arion

Fávísi Finnur er bankastjóri Arion. Hann telur að Jói í Bónus og Jón Ásgeir sonur hans séu ábyggilegir rekstarmenn. Finnur ætlar að láta feðgana kennda við Baug eiga ráðandi hlut í verslunarstórveldinu Högum. Arion eignaðist Haga vegna þess að téðir feðgar skuldsettur félagið upp fyrir rjáfur.

Um helgina er samfelldur fréttaflutningur í Morgunblaðinu og RÚV um undanskot eigna og gjaldþrot félaga í eigu feðganna. Baugsmiðlar þegja þunnu hljóði en við hverju öðru er að búast?

Finnur fávísi er svo áfram um að Baugsfeðgar geri sig gildandi í íslensku atvinnulífi að hann tekur þátt í plöggi gagnvart lífeyrissjóðum sem feðgarnir vilja að leggi þeim til fjármuni.

Finnur fávísi er á ábyrgð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingin sér um sína.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 19:49

2 Smámynd: Björn Birgisson

Finnur fávísi er ekki á ábyrgð Heilagrar Jóhönnu. Að örðu leyti er færslan bara fín.

Björn Birgisson, 28.2.2010 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband