Stjórnmálaelítan óttast þjóðaratkvæði

Stjórnvöld munu gera allt sem í valdi þeirra stendur til að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-frumvarpið eftir viku. Gangi þjóðaratkvæðagreiðslan fram mun hún breyta íslenskum stjórnmálum. Fordæmi verður komið fyrir því að endurskoða niðurstöðu alþingis.

Þjóðmálahreyfingar munu koma áhugamálum sínum á framfæri og krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu. Alþingi verður veikari fyrir sem stofnun og framkvæmdavaldið sömuleiðis.

Þjóðin ætlar að fella Icesave-frumvarpið. Þegar ríkisstjórnarfrumvarpið er dæmt ónýtt af almenningi þarf ríkisstjórnin að axla sín skinn. Þótt fyrr hefði verið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla er að verða undarlegt olnbogabarn. Þjóðin á að greiða atkvæði um lög, sem allir vita að verða felld úr gildi. Allir vita nú að þjóðinni munu bjóðast betri kostir. Illir þó.

Þjóðaratkvæðagreiðslan er ekki eingöngu fyrir Íslendinga. Hún verður ekki síður fyrir alþjóðasamfélagið. Þess vegna vilja Bretarnir ekki sjá hana, en Ólafur Ragnar Grímsson þráir hana, sjálfum sér til frama.

Björn Birgisson, 27.2.2010 kl. 21:13

2 identicon

Björn, þjóðaratkvæðagreiðslan er ekki olbogabarn, heldur er það sitjandi ríkistjórn sem samkvæmt stjórnarskrá á að standa að henni. Hinsvegar kýs sú ríkisstjórn að vinna að öðrum samningi áður en þjóðin kýs um þann fyrri. Það er hvorki forsetanum, þjóðinni, stjórnarskránni né sjálfri þjóðaratkvæðagreiðslunni að kenna. Heldur óhæfri ríkisstjórn sem lítilsvirðir allt sem málið snýst um af einskærum hroka og frekju.

Birgir (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 21:46

3 Smámynd: Björn Birgisson

Birgir, sjáðu orð þín:

"Hinsvegar kýs sú ríkisstjórn að vinna að öðrum samningi áður en þjóðin kýs um þann fyrri."

Ónákvæmt hjá þér. Ríkisstjórnin er að vinna að betri samningi í samvinnu við alla stjórnarandstöðuna og hefði betur stofnað til þeirrar samvinnu fyrr. 

Ríkisstjórnin er ekki óhæf. Ekki fullkomin, en fjarri Því óhæf. Fullkomlega óhæfir eru þeir Íslendingar, sem aldrei sjá flísina í augum stjórnarinnar fyrir bjálkanum í eigin augum. Ert þú einn þeirra, Birgir?

Björn Birgisson, 27.2.2010 kl. 22:02

4 identicon

Meðan Steingrímur J. lýsti því yfir í vikunni að hann ætlaði að segja í þjóðaratkvæðagreiðslunni við samning sem honum sem öllum öðrum er orðið vel ljóst að í dag býðst betri sem nemur amk. um tæpa Kárahnjúkavirkjun. Betri samningur sem ný samninganefnd hristi fram úr erminni fyrir hádegi á fyrsta fundi með Bretum og Hollendingum. 

Augljóslega eitthvað sem ekki hugnast Steingrími J. og Jóhönnu, sem hafa haldið þeim lygum á lofti að vonlaust væri að ná betri samning en þeim glæsilega, og yfirleitt að fá deiluaðilana til að setjast aftur að samningaborðinu.  Þeirra hagsmunir jú eru og hafa alltaf verið sömu og Breta og Hollendinga.

Það hlýtur að vera þjóðinni afar þýðingamikið að stjórnvöldum takist ekki að stela lýðræðinu frá henni á lokametrunum.  Að stöðva að 9% þjóðarinnar fái að traðka á rétti hinna til að hafna jafn "hagstæðum" samningi til handa Bretum og Hollendingum í boði Samfylkingarinnar og VG.  Að reyna að hindra að lýðræðið fái að hafa sinn eðlilega gang er fullkomlega óásættanlegt, og getur ekki orðið til neins annars en þess alvarlega ástands sem Steingrímur J. fullyrti í frétt RÚV.is 23. október 2008 yrði að veruleika með samþykkt Icesave hroða stjórnvalda:

„Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir að það verði gerð uppreisn hér á landi verði gengið að kröfum Breta og Hollendinga um að Íslendingar greiði 600 milljarða króna vegna Icesave-reikninganna.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 22:18

5 identicon

Ríkistjórnin er fallinn Björn, forustumenn hennar neita bara að viðurkenna það. Meðan svo er þá er ríkisstjórnin óhæf hvort sem ég er með flís eða bjálka í auga. Það er jú ríkisstjórn VG og Samfylkingar sem ræður og stjórnar, ekki stjórnarandstaðan.

birgir (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 22:18

6 identicon

Ríkistjórnin er núna fyrst að dratast til að gera það sem hún hefði átt að gera fyrir ári síðan, hroðalegt að horfa uppá þetta. Tala nú ekki um þá þingmen sem hafa vit á að þegja eftir að hafa vaðið áfram í vor og sumar að lofa þennan frábæra samning sem þeir svo höfðu ekki lesið eða skilið sem oftast er kallaður Icesave I.

Þjóðaratkvæðisgreiðslan snýst ekki lengur um Icesave II heldur snýst hún um prinsip að við þjóðin, ekki þessir 63 þjóðkjörnu einstaklingar, fáum að sýna álit okkar á starfi þeirra fyrstu 9 mánuði ríkistjórnarinar. Þótt að í raun þessi konsing hafi voðalega lítil áhrif á lögin, þar sem þegar er farið að semja upp á nýtt og de-facto eru þau dottin eða að detta úr gildi er þetta sterkt politískt spil fyrir Ísland. Og í raun allan almenning á vesturlöndum þar sem við fólkið ekki ValdaElítan fáum að segja NEI við stanslausum"bailouts" og reddingum fyrir þessa svokölluðu Kaptilísku Bankamanna sem koma hlaupandi heim í fangið á ríkinu um leið og eitthvað bjátar á.

Þessi kreppa hefur sýnt það og sannað að alveig einsog það var ekki hreinn eða alvöru Kommunstmi í austri var ekki alvöru Kapitalismi í Vestri. 

Annars er ég búin að kjósa og verð afar sár og munn finnast á mér brotið ef kosningin fær ekki að fara í gegn.

kv. Hannes Þ. (Ekki Hannes S. eða Hannes H.)

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 22:26

7 identicon

Páll.

Hvers vegna er engin, alls ekki þú, að fara fram á að þeir sem sköpuðu ICESAVE , borgi sínar skuldir ?

Hvers vegna er krafan ekki að reikingurinn verði sendur þangað sem hann á heima ?

Hvers vegna eru eigur þessa fólks , sem bjó til skuldir ICESAVE, ekki teknar upp í skuldir fyrir ICESAVE ?

Hvers vegna er ekki fjallað um þessa aðila í fjölmiðlum ?

Ég og allir aðrir, nema þú og þínir FLokksfélagar , eigum ekki að borga reikning fyrir ykkar FLokk !

Auðvitað á að senda þennan ICESAVE reikning á Háleitisbraut 1 á skrifstofu sjálfstæðisflokksins !

JR (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 22:33

8 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

skiptir ekki máli hver af þessum 4-flokki er við völd..sama spillingin hjá þeim öllum..vinna saman gegn fólkinu í landinu.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 27.2.2010 kl. 23:11

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst það merkilegast að Björgólfur Thor Björgólfsson hefur ekki verið kallaður til yfirheyrslu.  Hann "átti" umræddan Landsbanka og ætti að bera mesta ábyrgð á IceSlave reikningunum öllum.  Hann virðist vera stikkfrí, ætli hann sé ennþá á listanum yfir 50 ríkustu menn í heimi? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.2.2010 kl. 01:18

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það verður tekið á því eftir NEI-ið stóra.Við,þú og ég.komumst til valda. Ég hef þá bjargföstu trú ,að     sérstakur saksóknari sé virkilega að rekja spor.

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2010 kl. 01:58

11 Smámynd: Halla Rut

Eins og Guðmundur segir hér að ofan þá datt næstum af mér hárið þegar ég heyrði Steingrím segjast ætla að segja í þjóðaratkvæðagreiðslunni um IceSave ósamninginn. Hvað er að þessum manni eiginlega. Búið er að koma fram að hægt er að lækka þetta um 70 milljarða og það með einum fundi. En samt vill hann borga allt. Aumingja, aumingja maðurinn, hann á bara virkilega bágt.

Halla Rut , 28.2.2010 kl. 13:14

12 Smámynd: Karl Magnússon

Sá flokkur sem talaði hæst um beint lýðræði mun aldrei þora að standa við stóru orðin. Þau hafa líka góða ástæðu til að óttast þjóðaratkvæðagreiðslur almennt. Þau vita sem er að hugmyndir þeirra um óskalandið ESB-Ísland eiga lítinn sem engan hljómgrunn hjá hinum almenna borgara. Þrátt fyrir stöðugan áróður nær allra fjölmiðla eiga lærðar hugmyndir um betri heim í kjölfar valdasamþjöppunar og aukinnar miðstýringar ekki upp á pallborðið hjá flestum, sem betur fer.

Karl Magnússon, 1.3.2010 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband