Engin forysta fyrir ESB-aðild

Móðursýkiskast Samfylkingar hrunveturinn 2008 til 2009 leiddi til þess að hugmyndin um að sækja um aðild að Evrópusambandinu komst á flug. Samfylkingin þurfti eitthvað stórt mál til að breiða yfir hlutdeild flokksins í hruninu.

Í kosningabaráttunni var ESB-aðild kynnt sem töfralausn; um leið og við myndum sækja um tæki krónan stökk upp á við; efnahagsvandinn yrði léttbærari og svo framvegis.

Löngu áður en atkvæðagreiðslan 16. júlí fór fram um hvort við ættum að sækja um var alþjóð orðið ljóst að ESB-aðild og uppgjör við hrunið væri tvö aðskilin mál og að umsókn myndi engu breyta um lífskjör hér næstu árin.

Samfylkingunni bauðst  málamiðlun, til dæmis að fara með í þjóðaratkvæði hvort við ættum að sækja um. Flokkurinn hafnaði samstöðu og situr uppi með óvinsælt mál sem hægt en örugglega kyrkir Samfylkinguna.

Egill Helgason vekur athygli forystuleysinu fyrir ESB-aðildinni. Hverjir ættu að veita dauðum málstað forystu? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Mikið ,,assgoti,, lýsir´ðu þessu vel; móðursýkiskast Samfylkingar,það er búið að standa of lengi yfir,þurfa að fara að fá eitthvað við þessu.

Helga Kristjánsdóttir, 26.2.2010 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband