ESB-vinir gegn hvaða óvinum?

ESB-sjálfstæðismenn halda á lofti þeirri röksemd að við eigum að ganga í Evrópusambandið til að eignast vini. Benedikt Jóhannesson, talsmaður hópsins, hefur í ræðu og riti líkt aðild að ESB við inngöngu okkar í Nato og samning við Bandaríkin um herstöð á Miðnesheiði.

Nató-aðildin og herstöðvarsamningurinn við Bandaríkin voru vegna ógnunar frá Sovétríkjunum. Íslensk stjórnvöld töldu sig nauðbeygð að tryggja hervarnir landsins.

Hvaða nauð rekur okkur í faðm ESB? Í Kastljósviðtali í gær sagði Benedikt að við þyrftum að læra aga, það væri ein ástæðan fyrir inngöngu. Orð Benedikts er ekki hægt að skilja á annan veg en þann að hann telji Íslendinga ekki kunna fótum sínum forráð og þurfi agavald að utan.

Benedikt og sálufélagar hans eru í fullum rétti að gefast upp á eigin þjóð. Við hin teljum farsælla að standa í lappirnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Auðvitað mega Benedikt og félagar hafa sínar skoðanir en það er óþarfi að ljúga til að vinna þessu máli brautargengi.  Allt tal um meira sjálfstæði, lýðræði og samstarfsvettvang fullvalda þjóða með inngöngu er lýgi.  Það þarf ekki annað en að hlusta á t.d. Barroso, Alain Lamassour og fleiri toppa hjá Brussel til að heyra það. 

Björn Heiðdal, 25.2.2010 kl. 09:45

2 identicon

Liggur ógnunin einmitt ekki í ESB, eins og Icesave aðkoma þeirra sýnir?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband