Vinstri stjórnin fylgir frjálshyggjustefnu

Vinstri stjórn Jóhönnu fylgir sígildri frjálshyggjustefnu, laissez faire, sem ţýdd hefur veriđ sem afskiptaleysissstefna. Sjálftökuliđ útrásarauđmanna rásar um bankana og hirđir tilbaka eigur sínar án skuldanna. Gengi lögfrćđinga og endurskođenda í skilanefndum skammtar sér fimm milljónir plús á mánuđi.

Jóhanna forsćtisráđherra og Gylfi ráđherra viđskipta segja nýju afskiptaleysisstefnuna mun betri en ađ hafa í frammi landsstjórnartilburđi. Viđ erum hvort eđ er á leiđinni í Evrópusambandiđ sem mun stjórna öllu heila klabbinu fyrir okkur.

Vinstri grćnir? Jú, ţeirra hugmynd um stjórnkćnsku er ađ vera á móti Evrópusambandinu en sćkja samt um, vilja uppbyggingu atvinnulífsins en drepa fyrirtćkin. Ţađ er ástćđa fyrir ţví ađ Vinstri grćnir voru til í tíu ár án ţess ađ koma nálćgt ríkisstjórn. Ţeim sjálfum kom ekki til hugar ađ nokkur vćri svo vitlaus ađ láta sér detta í hug ađ Vg yrđi ríkisstjórnarhćfur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll.

Ţessi ,,vinstri"  stjórn , sem er ţađ bara ađ nafninu til, gerir raunveru ekkert eftir neinni stefnu !

Ţađ er ekkert gert , eins og venjulega eru ţađ bara embćttismenn sem fá ađ ráđskast međ allt og alla !

JR (IP-tala skráđ) 17.2.2010 kl. 22:31

2 identicon

Ţar kom ađ ţví ađ Páll dćmdi Vg óstjórntćka; hingađ til hefur hann ólmur viljađ Vg í minnihlutastjórn. Hvernig liti hún út í dag? Steingrímur einn á vaktinni, úttaugađri en stjórinn á Titanic í leit ađ samráđherrum sem ţora út úr húsi. Hvađ heita ţeir aftur ţessir ráđherrar Vg? Ţora ţeir ekki út úr húsi nema myndavélar RUV fylgi ferđ?

Helgi Jónsson (IP-tala skráđ) 17.2.2010 kl. 22:54

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nákvćmlega, Páll, ég var einmitt ađ hugsa um ađ blogga um ţessa laissez-faire-stefnu Jóhönnu í kvöld, en hafđi of mikiđ ađ gera. Ţau hafa sýnt ţessa stefnu áđur, ekki sízt í sambandi viđ bankana. Ég held ţau vilji bara sitja í ráđherrastólum međ sem minnsta stjórnartilburđi fyrir utan skattahćkkanir og Evrópubandalags-innlimunaráráttu, eins og ţađ sé einhver patentlausn og flóttaleiđ frá ţví ađ hugsa og stjórna.

Jón Valur Jensson, 18.2.2010 kl. 01:41

4 identicon

Ţetta er afar góđur pistill.

Ţakkir fyrir skrif ţín Páll.

Ţađ er ţví miđur ekki oft sem mađur rekst á vönduđ og vitrćn skrif á blogginu.

Greining ţín er beint í mark.

Spurningin er á hinn bóginn ţessi?

Hvađ veldur ţví ađ Samfylkingin tekur upp ţessa stefnu?

Hvađ veldur ţví ađ flokkurinn gengur erinda auđmanna og gćtir hagsmuna ţeirra?

Hvađ veldur ţví ađ VG tekur ţátt í ţessum svikum viđ ţjóđina?

Ţađ er stóra spurningin.

Ég á ekki von á ţví ađ henni verđi svarađ í hrunskýrslu rannsóknarnefndarinnar.

Sennilega munu áratugir líđa ţar til upplýst verđur um fjárhagsleg tengsl stjórnmálamanna og útrásarađalsins.  

Karl (IP-tala skráđ) 18.2.2010 kl. 08:18

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Mikiđ til í ţessu hjá ţér Páll. Ađild ađ Evrópusambandinu er svo draumurinn - ţá er nýfrjálshyggjudraumurinn fullkomnađur.

Jón Baldur Lorange, 18.2.2010 kl. 09:12

7 identicon

Sćll.

Frábćrt Páll, alveg rétt hjá ţér!!!

Jón (IP-tala skráđ) 18.2.2010 kl. 11:22

8 Smámynd: Hjörtur J. Guđmundsson

Hvađ er nýfrjálshyggja?

Hjörtur J. Guđmundsson, 19.2.2010 kl. 16:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband