Samfylkingin ein gerir bjölluat í Brussel

Könnun sem sýnir sex af hverjum tíu forsvarsmönnum fyrirtækja hér á landi telja hag Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins er síðasta hálmstrá Samfylkingarinnar. Þjóðin vill ekki fara inn í ESB og atvinnulífið ekki heldur. Samt ætlar Össur að eyða hálfum öðrum milljarði króna í aðildarferli og éta upp tíma starfsmanna stjórnarráðsins sem annars gætu lagt lið við landsstjórnina og veitir ekki af.

Samfylkingin sótti um aðild að Evrópusambandinu og þvingaði Vinstri græna til að samþykkja. Andstæðingar aðildar í Vg náðu vopnum sínum á flokkráðsfundi um miðjan janúar og samþykktu harðorða ályktun gegn aðildarferli. 

Þegar atvinnulífið leggst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu með jafn afgerandi hætti og hér er lýst er fokið í flest skjól fyrir Samfylkinguna.

Meðal þess sem fram kemur í könnun Capacent Gallup fyrir Viðskiptaráð eru breytt viðhorf forsvarsmanna fyrirtækja til aðildar að Evrópusambandinu.  Tæplega 60% forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja telja hagsmunum íslensks viðskiptalífs betur borgið utan Evrópusambandsins. Þó viðhorf séu skipt eftir atvinnugreinum, þá taldi einungis 31% aðspurðra að íslensku viðskiptalífi væri betur borgið innan ESB.
Þessi afstaða gegn aðild að Evrópusambandinu er á skjön við könnun sem Viðskiptaráð framkvæmdi fyrir ári síðan í tengslum við Viðskiptaþingið 2009. Í þeirri könnun var meirihluti hlynntur umsókn um aðild að Evrópusambandinu og taldi hana hafa jákvæð áhrif á stöðu efnahagsmála. Því má segja að veruleg breyting hafi orðið í viðhorfi íslenskra atvinnurekenda í garð ESB undanfarna 12 mánuði.

Samfylkingin stendur ein og berstrípuð með blástjörnufána ESB í hendi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það vantar alla aðlögunarhæfni í Samfylkinguna. Þau neita að horfast í augu við breytt viðskiptaumhverfi í heiminum. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 15.2.2010 kl. 13:21

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Erlendir fjölmiðlar fjalla í dag m.a. um það að franski stórbankinn Société Générale sé farinn að vara fjárfesta við því að evrusvæðið eigi óhjákvæmilega eftir að liðast í sundur ("inevitable break-up") og að allar aðgerðir til þess að reyna að bjarga Grikkjum væru aðeins plástrar til þess að fela djúpstæða galla evrusvæðisins eins og það er orðað.

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.2.2010 kl. 14:21

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess má geta að vitað hefur verið um þessa galla frá upphafi en samt var haldið af stað með þetta rugl.

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.2.2010 kl. 14:27

4 identicon

Það er alveg augljóst að Evrusvæðið er ekki að fara liðast í sundur. Það er jafnvel líklegt að það stækki um eitt eða tvö lönd árið 2011. Þessi lönd sem hugsanlega bætast við evrusvæðið eru Eistland og Danmörk.

Annars er málflutningur ykkar andstæðinga ESB hlægilegur, og er í raun ekkert nema ómarktækt þjóðernishyggja sem er búið að vatna niður. Vegna þess að ef almenningur vissi sannleikanum um ykkur, þá yrði ykkur hafnað á stundunni. Þú getur verið vissum það að Vilhjálmur að ég ætla að sjá til þess að almenningur á Íslandi fái að vita sannleikan um andstæðinga ESB og þá þjóðerniskennd sem þarna stendur að baki málflutningum gegn ESB.

Þessi könnun Viðskiptaráðs og Gallups er ómarktækt bull og ber að meðhöndla hana sem slíka.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 19:15

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jón Frímann, takk enn og aftur fyrir þína framgöngu sem verður málstað Evrópusambandssinna seint til framdráttar :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.2.2010 kl. 22:55

6 identicon

Það væri sérlega áhugavert að alfræðingurinn Jón Frímann legði eitthvað fram sem minnti á rök þegar hann dæmir könnunina sem "ómarktækt bull", fyrir utan það augljósa að hafa ekki skilað þeirri niðurstöðu sem honum er þóknanleg.

Annars er ég hjartanlega sammála Hirti.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband