Venesúela, Pétursborg og Landsbankinn

Björgólfsfeðgar bjuggu sér til orðspor í Rússlandi og Austur-Evrópu þegar lögleysa var ráðandi í þessum heimshluta. Þeir komu heim, fengu Landsbankann fyrir slikk og lága útborgun lánaða hjá Búnaðarbanka.

Allt frá heimkomu feðganna hefur verið umræða um að bjórverksmiðja þeirra í Pétursborg hefði aldrei orðið jafn stór og raun bar vitni án samvinnu við ráðandi öfl. Og ráðandi öfl voru ekki löglega kjörin stjórnvöld.

Samkvæmt fréttum RÚV klukkan sex mætti Jón Gerald Sullenbergar með pappíra frá Venesúela í Landsbankann í ágúst 2006 sem grunur leikur á að hafi verið tilraun til peningaþvættis.

Landsbankinn sem þvottastöð? Tja, hvað skal segja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Undirskriftasöfnun www.afram-island.is ...beintengt við þjóðskrá...skráið ykkur og látið alla vita....við viljum dómstólaleiðina
kær kveðja

sandkassi (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 18:28

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Freyðandi þvottastöð!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 31.1.2010 kl. 18:48

3 Smámynd: Björn Birgisson

Orðið þvottur er jákvætt. Þvottur hreinsar. Landsbankinn saurgar.

Björn Birgisson, 31.1.2010 kl. 19:08

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

meira svona detox..

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.1.2010 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband