Fjármálahryðjuverk annarar kynslóðar

Ungu mennirnir sem sakaðir erum fjármálahryðjuverkið gegn krónunni lærðu til verka í Björgólfsbankanum Straumi Burðarás. Eftirhreytur hrunsins koma æ betur í ljós. Björgólfsfeðgar bera ásamt fáeinum öðrum ábyrgð á siðferðishnignun íslenskrar fjársýslu og eiga ekki að koma nálægt endurreisn landsins.

Fjárglæframennirnir sem stóðu að hryðjuverkinu munu svara til saka. Sporgöngumenn þeirra eiga ekki að fá stuðning stjórnvalda til að stunda atvinnustarfsemi hér á landi. 


mbl.is Meint gjaldeyrissvik rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að vita að ennþá eigum við vænan hóp fjármálasnillinga á heimsmælikvarða sem eru tilbúnir að sýna þjóð í sárum hvers þeir eru megnugir eftir hrunið sem þeir og þeirra líkir bera sennilega mesta ábyrgð á hvernig fór.  Munurinn á þeim sem ganga í hópum nauðgandi,rænandi og ruplandi í Haítí, er að þeir bera enga ábyrgð á jarðskjálftunum sem orsökuðu hörmungarnar.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 16:45

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Hvað er ólöglegt við þetta Páll? Þetta er enn ein fíflaganga Ríkislögreglustjóra, embættinu sem er sigað eins og hundi af stjórnmálamönnum, í þetta skiptið vinstrimönnum. Kanske þeir taki Halla í sátt, kanske.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 29.1.2010 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband