Samfylkingin einangruð vegna ESB

Ferð flokksformanna Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til Bretlands og Hollands til að ræða mögulegar lausnir á Icesave-deilunni undirstrikar að Samfylkingin hefur ekki fram að færa í málinu annað en að fallast á kröfur gömlu nýlenduþjóðanna.

Samfylkingin er tilbúin að greiða hvaða verð sem er til að komast í Evrópusambandið. Þar stendur Samfylkingin einn flokka, einangraður í öfgatrú á meint lífsgæði sem ESB-aðild veitir.

Samningsstaða okkar batnar gagnvart Bretum og Hollendingum þegar það rennur upp fyrir þeim að hótun um að standa í vegi fyrir aðildarumsókn Samfylkingarinnar um ESB aðild Íslands er sem ljúf tónlist í eyrum meirihluta landsmanna.

Hagsmunum Íslands er best borgið án Samfylkingar.


mbl.is Allra augu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smelti þessu inn á Eyjuna í gær

"Eru ekki stjórnarslit í uppsiglingu eða þegar orðin?

Hefur Steingrímur séð að sér og nú er verið að kynna nýja stjórn (Samfylkingin veit bara ekki af því) og þá er komin öruggur meirihluti fyrir því að ræða málið á vitrænum forsendum en ekki forsendum ESB sem vilja bara forðast að skuggi falli á þá sjálfa?

Þetta eru allt frekar merkileg tíðindi, þ.e.a.s. engin Samfylkingarmaður með í för. Ég skil þetta vel með Hreyfinguna og Þráinn B. en það að Samfó sé ekki með er mjög merkilegt og bendir til gífurlegs ágreinings. Það að Steingrímur hafi ekki rætt Icesave á Akureyri um daginn bendir auk þess til að hér sé eldri atburðarrás í gangi sem er sennilega mjög “hönnuð”.

Þetta er alla vega mjög óvenjulegt mál, svo ekki sé meira sagt......"

Sé ekki betur en við séum sammála í öllum aðalatriðum, eða er þetta kannski bara yfirskot hjá okkur.

http://eyjan.is/blog/2010/01/28/formenn-a-faraldsfaeti-steingrimur-j-bjarni-ben-og-sigmundur-david-funda-erlendis-vegna-icesave/

Magnús (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 11:02

2 Smámynd: corvus corax

Smáfylkingin er fífl ...og vinstri glærir hársbreidd frá því að verða það. Hreyfingin er ómarktæk og sama má segja um flokksbrotið Þráinn Bertelsson enda verða þessi pólitísku örflokkar ekki til eftir næstu alþingiskosningar ...sem betur fer.

corvus corax, 29.1.2010 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband