Siðleysi bankamanna

Ólafur Ólafsson er aðalhöfundurinn að leikritinu um arabíska furstann sem ,,keypti" hlut í Kaupþingi kortéri fyrir hrun til að hækka hlutabréfaverð. Ólafur var stjórnarformaður og einn stærsti eigandi bankans. Gjörningurinn er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara.

í gær bárust fréttir að Ólafi hafi verið gert kleyft að eignast á ný Samskip sem var grunnurinn að veldi hans. Áður var skipafélagið í eigu samvinnuhreyfingarinnar en Ólafur var hluti af fámennum hópi manna sem sölsaði undir sig eigur félagsmálahreyfingarinnar sálugu.

Arion banki aðstoðaði Ólaf við að leysa til sín Samskip. Bankamenn virðast siðlausir í bókstaflegri merkingu orðsins; þeir hafa enga siði. Bankamenn eru varla svo skyni skroppnir að vita ekki að án siða og siðvitundar virkar samfélagið ekki. Hrunið varð vegna þess að menn eins og Ólafur misþyrmdu illilega meginþáttum siðaðs samfélags, trausti og trúnaði.

Menn eins og Ólafur komast til álna vegna þess að almenningur virðir meginreglur samfélagsins um að samningar skuli standa, helgi eignarréttarins og skilvísi. Ólafur og hans kónar gefa dauðann og djöfulinn í siði samfélagsins.

Hvernig dettur Arion banka að þjónusta einn aðalsökudólg hrunsins? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Hvað gerist svo með félagið sem átti Samskip áður? Fer það í gjaldþrot með milljarðaskuldir eftir að þessari eign hefur verið stungið undan?

Ástþór Magnússon Wium, 28.1.2010 kl. 11:26

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sem svar við spurningu þinni um

,,Hvernig dettur Arion banka að þjónusta einn aðalsökudólg hrunsins?"

er þettta hérna:

Sömu siðferðis viðmiðanir gilda hjá þeim sem fengu bankann í gjöf frá Steingrími og félögum.  Það eru hrægammasjóðir og Vogunarsjóðir að mestu.

Ekkert var verið að skoða hverjir væru raunverulegir eigendur þeirra félaga.

Siðferði þeirra sem hæst létu um, að ,,GEFA ÚTLENDUM KRÖFUHÖFUM" BANKANA ERU EINMITT ÞEIR SEM ERU Á LAUNUM HJÁ VIÐLÍKA MÖNNUM OG ÓLAFUR OG FINNUR ERU AÐ ÞVÍ ER VIRÐIST.

SA og ASÍ eru upp fyrir augu í samspillingu með þeim félögum sem eru undir í þessu hruni, því er ekkert á þessu liði að byggja.

Tekur þú eftir því, hve lítið heyrist í drengnum, sem var í frsvari fyrir félagi fjármálafyrirtækja nú en hann var nánast vikulegur gestur þar í dansinum þegar allir vildu loka Íbúðalánasjóði og núverandi viðskiptaráðherra var í forsvari fyrir Samkeppnisnefndinni, sem vísaði flestu frá ef það hefti margrómaða FJÓRFRELSIÐ.

Tvískinungar og loddarar.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 28.1.2010 kl. 12:46

3 identicon

Ólafur var ekki stjórnarformaður bankans, það var Sigurður Einarsson.

En allt hitt er rétt, þetta er óþvermál..

Magnús (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 13:48

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Páll,

kjarnyrtur að vanda mér og móra kenndan við hádegi til velþóknunar. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.1.2010 kl. 16:28

5 identicon

Þessir pappakassar sem hafa mest verið í umræðunni, Ólafur, Jón Ásgeir, Pálmi og Björgólf Thor á að afgreiða með þeirri aðferða að þeir fá aldrei að njóta neins vafa hvað viðskiptamöguleika hérlendis áhrærir.  Ef það þýðir að það þurfi að vera á mörkum laga að setja fótinn fyrir þeirra áform, á að ganga eins langt og hægt er.  En þegar ráðherra Samfylkingar gefur út þá yfirlýsingu "Það er sama hvaðan gott kemur" til að réttlæta að björgunarsveit flokksins komi einum aðaleigandanum Björgólfi Thor á gullspena, ásamt frammámanni í flokknum, erum við alveg örugglega ekki á réttri leið með að láta réttlætið sigra, og hvað þá "Nýja Ísland".

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband