Aðeins samið án Steingríms J.

Steingrímur J. stendur í vegi fyrir nýjum Icesave-samningi. Hann ber aðalábyrgðina á þeim fyrri og hefur margítrekað að betri samning sé ekki hægt að fá. Steingrímur J. hefur pólitíska hagsmuni af því að ekki fáist betri samningur.

Ríkisstjórnin reyndi að leiða stjórnarandstöðuna í gildru með því að leggja málið upp þannig að Bretar og Hollendingar krefðust þess að allir flokkar gæfu skuldbindandi loforð um að fallast á helstu kröfur þeirra í Icesave áður en gengið yrði til samninga að nýju. Jóhönnustjórnin hefur áður leikið þann leik að segja kröfu viðsemjenda okkar þessa eða hina, t.d. að samningnum skyldi haldið leyndum.

Jóhönnustjórnin reynir að kaupa sér tíma. Síðasta útspil er hugmynd um að fresta atkvæðagreiðslu vegna skýrslu rannsóknanefndar alþingis um hrunið. 


mbl.is Samið á nýjum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hárrétt. Steingrímur er í öllum skilningi réttarríkis vanhæfur vegna persónulegra tengsla. Það er líka athyglisvert að þetta fólk talar um að fresta þjóðaratkvæðagreiðslu, sem er stjórnarskrárbrot, þar sem fresturinn er tiltekinn í stjórnarskrá.

Doddi D (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 12:42

2 identicon

Það er snjöll leið hjá ríkisstjórninni að finna leið til að fresta Icesave-kosningum. Nú skal öll tjaldað til. Ríkisstjórnin þarf á öllu sínu til að rétta hlut sinn og troða ofan í kok á þjóðinni einhverju sem þjóðin hefur ekki lyst á.

Helgi (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband