Stjórnin uppiskroppa með biðleiki

Þriðja fundinn í röð er ekkert að frétta þegar stjórnin kallar til stjórnarandstöðuna. Jóhönnustjórnin notar Bjarna Ben., Sigmund Davíð og Birgittu sem leikmuni í leikritinu beðið eftir símtali frá London. Símtalið sem Jóhanna, Össur og Steingrímur J. vona að komi nú senn um boð í nýjar Icesave-viðræður kemur ekki.

Ástæðan er einföld. Bretar og Hollendingar hafa þegar talað við Jóhönnustjórnina og gert við hana samning. Ef Jóhönnustjórnin getur ekki staðið við samninginn, sem hún augljóslega getur ekki, verður ríkisstjórnin að víkja.

Vandinn sem blasir við er að ríkisstjórnin neitar að skilja þá staðreynd að hún stjórnar ekki. 


mbl.is Engin niðurstaða eftir Icesave-fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þetta hef ég nú sagt allan tímann. Þess vegna fannst mér undangengin umræða um bætta samningsaðstöðu snúast um óskhyggju. - Að sjálfsögðu er málið komið í biðstöðu fram yfir kosningar sem mun snúast um framhaldslíf ríkisstjórnarinnar og lítið annað. - Þegar ríkisstjórnin fer frá sem við skulum reikna með þá þarf að mynda nýja stjórn sem verður væntanlega líka minnihlutastjórn einsog þessi hefur reynst. Sú ríkisstjórn verður þá undir hæl Jóhönnu líka! - Nýjar kosningar? - KJósa aftur yfir okkur sama liðið og kom okkur í skuldafenið. Það er víst ekkert annað í stöðunni.

Gísli Ingvarsson, 21.1.2010 kl. 18:56

2 identicon

Síðan kenna þau stjórnarandstöðunni um að hafa ætlað að eyðileggja samstarfsmöguleikann vegna óbilgirni. Sama gamla sagan.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 19:05

3 identicon

Varúð fjórflokkurinn er að plotta!  Þeir vilja ekki þjóðaratkvæðagreiðu það er á hreinu en bíðum aðeins því sjónhverfingin kemur þegar leikfléttan verður gerð opinber.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 19:14

4 identicon

Hvaða ár var hægt að stjórna landinu án aðkomu Sjálfstæðisflokksins?

Palli (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband