Hrunuppgjörið og sérleyfi á fákeppni

Tvær meginástæður eru fyrir nauðsyn uppgjörs við stóru útrásarfyrirtækin sem mesta ábyrgð bera á hruninu. Í fyrsta lagi verður ekki friður innanlands fyrr en búið er að ljúka uppgjörinu og í öðru lagi er forsenda fyrir endurreisn á tiltrú íslensks efnahagslífs erlendis að við þvoum hendur okkar af útrásarviðrinum.

Af fréttum að dæma er lokahnykkur á Exista í vændum, félagið verður leyst upp og eignir dreifast á lánadrottna. Gott mál.

Hagar, sem er sá hluti Baugsveldisins sem feðgarnir Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson komust yfir rétt fyrir hrun, er í reynd í eigu Arion banka sem á stærstu lánin.

Arion banki er í þeirri stöðu að geta selt með Högum sérleyfi til fákeppni á matvörumarkaði. Sérleyfið er mörg hundruð milljóna virði.

Ef til væri eitthvað hér á landi sem héti virkt samkeppniseftirlit myndi Arion banki ekki komast upp með að selja Haga í heilu lagi.


mbl.is Arion banki segir líklega nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þetta er alveg rétt hjá þér, það gengur ekki upp að láta 1998 aftur í hendur fyrri eigenda enda eru þeir sannanlega með flekkaðan feril.

Varðandi samkeppniseftirlitið er ég ekki alveg viss. Ég held að löggjöfin varðandi samkeppni/fákeppni hérlendis sé afar máttlaus. Þar liggur ábyrgðin hjá þeim sem setið hafa á þingi undanfarin ár. Hvernig stendur á því að þingmenn sjá ekkert athugavert við markaðshlutdeild fyrirtækja hér? Er í lagi að einn aðili ráði yfir um 60% af matvörumarkaðnum?

Það ætti ekki að vera erfitt eða flókið að setja hér almennileg lög varðandi samkeppni/fákeppni. Ein hugmynd er t.d. að ekkert eitt fyrirtæki eða einn aðili megi hafa meira en 25% markaðshlutdeild. Ef slíkt kæmi upp yrði að skipta fyrirtækinu upp eða eitthvað slíkt. Ég hef enga trú á að við þurfum að finna upp hjólið í þessu efni, við ættum að geta leitað í smiðjur nágrannaþjóða.

Hvers vegna hefur það ekki verið gert? Þingmenn og yfirvöld hafa algerlega sofið á verðinum á þessu sviði, eins og fleiri, undanfarin ár. Það hefur því verið dýrt fyrir íslenskan almenning hve slappir íslenskir stjórnmálamenn eru!! Þar koma einnig fjölmiðlar við sögu, þeir geta hæglega gert samkeppnismál að mikilvægu máli og sett þrýsting á stjórnmálamenn að vinna nú fyrir kaupinu sínu í stað þess að þiggja það bara og reyna að hafa sem minnst fyrir hlutunum.

Það er skrýtið að nokkrir bankamenn skuli nú nánast hafa líf og limi íslenskra heimila í höndum sér!! Verður alvöru samkeppni á íslenskum matvörumarkaði? Nú þyrftu skýr lög að vera til staðar!! Slíkt myndi auka traust. Tekst Samfylkingunni að koma 1998 aftur í hendur fyrri eigenda?

Jón (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 11:49

2 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Þúsund ára spillinarhefðir íslandinga verða ekki þurkaðar út á einu ári

Jóhann Hallgrímsson, 14.1.2010 kl. 12:32

3 identicon

Það er lágmark að sýna þjóðinni þá kurteisi ef mögulegt er að leggja steina í götu Baugsfeðga og annarra útrásargangstera, og þeir fái aldrei að njóta vafans í leitun sinni í að fá að eignast eigur ríkisins.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband