Eggjastokkar, eistu og börn

Kynfræðslu í grunnskólum hefur verið útvistað til félagasamtaka með undarlega hugmyndafræði, svo ekki sé dýpra í árinni tekið.

Fréttin fjallar um kynfræðslu í 6. bekk grunnskóla. Þar segir m.a.

„Hvort hefst kynþroskinn fyrr hjá þeim sem hafa eggjastokka eða þeim sem hafa eistu “, er eitt kennslubókadæmið. Svarið við því er að það hefjist fyrr hjá „þeim sem hafa eggjastokka“.

Hér væri einfaldara að segja: kynþroski hefst fyrr hjá stúlkum en drengjum. En nú má ekki tala um drengi og stúlkur í grunnskólum. Eistuhafi og eggjastokkaeigandi skal það heita.

Nú kynni einhver að halda að nýlenskan sé til að vernda börnin frá upplýsingum sem þau kunna ekki að fara með, að áherslan sé á líffæri en ekki kyn per se. En svo er alls ekki.

Grunnskólar í Reykjavík halda upp á ,,viku 6" í sjöttu viku ársins. Samkvæmt Fréttinni, sem fjallaði um málið fyrir tveim mánuðum, virðist skipulega unnið að brjóta niður eðlislæga blygðunarsemi barna. Í Fréttinni segir:

Heimilisfræðikennsla var líka samþætt kynfræðslu og voru dæmi þess að bökuð typpa- og píkubrauð eða kynfæri búin til úr leir í listgreinum með tilheyrandi flissi og gleði.

Myndin sem blasir við er sú að kyn séu ekki til en brýnt sé að halda kynlífi að grunnskólabörnum. Jafnvel í kennslu um heimilisfræði.

Til skamms tíma var börnum kennt að gjalda varhug við áleitni að líkama þeirra. Núna er boðskapurinn sá að líkaminn sé aðeins aðskiljanleg líffæri sem megi leika sér með. Náttúrlegar forvarnir, blygðunarsemi, eru skipulega brotnar niður.

Barnagirnd dulbúin sem uppeldi.


Bloggfærslur 20. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband