Hraðferð hópmorðs, byltingin 1917

Alþingi efnir til ,,hraðferðar" þingsályktunar um að hungursneyð í Úkraínu fyrir 90 árum sé skilgreind sem hópmorð. Ábyrgur fyrir hópmorðinu er ekki Rússi heldur Georgíumaðurinn Jósef Stalín.

Stalín fullframdi byltinguna 1917 þegar kommúnistar náðu völdum í Rússlandi og settu saman Sovétríkin fimm árum síðar - með Úkraínu innanborðs.

Hópmorðið kennt við Holodomor er bein afleiðing af vinstrimennskunni sem í tísku var fyrir einni öld.

Samyrkjubúskapur með ríkistilskipun er upphaf hungursneyðarinnar. Blekkingar og innræting fylgdu. Alexander Wat segir í Öldinni minni: sveltandi bændum af samyrkjubúi var smalað í kvikmyndasal þar sem sýnd var ræma af veisluborði sem svignaði undan kræsingum. Nær hungurmorða bændum var talin trú um að þetta væri veruleikinn en ekki sá sem þeir börðu augum utandyra.

Arftakar kommúnisma, sem eiga fulltrúa á alþingi Íslendinga, ættu að nota tækifærið, líta um öxl, draga lærdóma og játa gamlar syndir.

Vinstrimenn samtímans horfast ekki í augu við fortíð sína. Þeir eru uppteknir að gera jörðina að alþjóðavæddu samyrkjubúi. Innrætingin í dag gengur út á að verði miðstýrðum áætlunarbúskap ekki hrint i framkvæmd muni mannkyn deyja út af völdum loftslagsbreytinga. 

Ef þingheimur ætlar að álykta um eitt og stakt hópmorð vinstrimanna fyrr á tíð yrði það eins og að fjöldamorðingi játi umferðalagabrot. Aukaatriði er blásið upp til að fela aðalatriðið.


mbl.is Viðurkenni Holodomor sem hópmorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband