Selenskí um Bakmút, friđ og Pútín

Orustan um Bakmút í Austur-Úkraínu er sjö mánađa gömul. Úkraínumenn eru til varnar en Rússar sćkja. Daglegur deyja um 200 til 400 hermenn í umsátrinu síđustu vikur. Selenskí forseti Úkraínu rćddi nýveriđ viđ fréttamenn AP-fréttastofunnar um stöđuna í Bakmút, friđarmöguleika og andskota sinn, Pútín forseta Rússlands.

Ef viđ töpum Bakmút, segir Úkraínuforseti, eykst ţrýstingur innanlands á okkur ađ semja viđ Rússa. Fólk er tekiđ ađ ţreytast á stríđinu.

Pútín mun gera mikiđ úr sigri í Bakmút á alţjóđavettvangi. Hann finnur blóđbragđiđ og fćrast í aukana, segir Selenskí.

Bandaríkin vita ađ hćtti ţau stuđningi viđ okkur munum viđ ekki sigra, er haft eftir forsetanum.

Ţađ liggur í samhengi viđtalsins, ţótt ekki sé vitnađ beint í forsetann, ađ falli Bakmút verđi versni stađa Úkraínu á alţjóđvettvangi, ađstođin gćti orđiđ torsóttari. Tap verđi dýrkeyptara á pólitískum vettvangi en hernađarlegum. Blóđfórnir í Bakmút eru Úkraínu dýrari en Rússum sem búa ađ meiri liđsafla. En á međan borgin fellur ekki má alltaf halda í vonina.

Gagnárás Úkraínumanna viđ Bakmút hefur veriđ sögđ yfirvofandi síđustu tvćr vikur. Enn bólar ekki á henni. Beđiđ er eftir ađ jörđ ţorni til ţungaflutninga, er sagt.

Viđtal Selenskí viđ AP sýnir ekki sigurvissan forseta. 

Úkraína er í vörn, ađ ekki sé sögđ nauđvörn, á vígvellinum og á alţjóđavísu. Jú, ţeir eru margir vestrćnu stjórnmálamennirnir sem sćkja Selenskí heim í Kćnugarđ, t.a.m. íslenskir. Vestrćna blokkin er kannski ekki jafn traust og hún er tungulipur en hefur ţó skilađ fjármagni og vopnum til ađ berjast viđ ofurefliđ.

Í viđtalinu viđurkennir Selenskí óbeint ađ úrslitavaldiđ liggi hvorki hjá vesturlöndum né Rússlandi heldur Kína. Viđ vorum í góđu sambandi viđ Kína fyrir stríđ, segir Selenskí, og forseti Kína mćtti gjarnan heimsćkja mig. En frá upphafi átaka eru lítil samskipti.

Xi Jinping forseti Kína heimsótti aftur Pútín í Moskvu fyrr í mánuđinum. Vel fór á međ ţeim ţótt tvennum sögum fari af hve mikinn stuđning Rússlandi fái frá grönnum sínum í austri. Kína er vinurinn álengdar.

Pútín á enga bandamenn, segir Selenski undir lok viđtalsins. Ţađ verđa smásigrar hér og smásigrar ţar sem munu skipta sköpum um stríđsgćfuna.

Bakmút er smásigur sem gćti orđiđ stór. Fyrir Úkraínu ... eđa Rússland.

 

  


Bloggfćrslur 31. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband