Lausung í löngum texta

Sakborningur í refsimáli á aðild að málinu. Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson eru sakborningar í yfirstandandi lögreglurannsókn er snýst um byrlun og stuld á síma Páls skipstjóra Steingrímssonar. Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur skrifar 26 blaðsíðna dóm um að málsaðilar eigi ekki málsaðild. Verðlaunadómur um verðlaunablaðamenn.

Í dómi héraðsdóms, þar sem tilfallandi bloggari er dæmdur fyrir ummæli um ,,beina eða óbeina aðild" vísar dómarinn ítrekað í,,staðreyndir málsins" og ályktar frjálslega um að Þórður Snær og Arnar Þór eigi ekki aðild að máli þar sem þeir eru sakborningar.

 ,,Staðreyndir málsins", sem dómari fabúlerar um, eru í gögnum lögreglu, sem dómarinn hefur ekki aðgang að, en eru grundvöllurinn að þeirri staðreynd að Þórður Snær og Arnar Þór eru sakborningar. 

Bloggari ályktaði að þar sem Þórður Snær og Arnar Þór eru sakborningar í lögreglurannsókn hljóti þeir að eiga ,,beina eða óbeina aðild" að málinu sem er til rannsóknar, þ.e. byrlun og gagnastuldi. Annars væru þeir ekki sakborningar. Lögregla úrskurðar að einhver sé sakborningur á grundvelli gagna sem tengja viðkomandi við refsiverða háttsemi. Á íslensku heitir það aðild.

Vörn Þórðar Snæs og Arnars Þórs er að þeir hafi ekki komið nálægt byrlun og stuldi, aðeins birt fréttir úr stolna símanum. En það er líka aðild. Þeir sem njóta góðs af þýfi eru þjófsnautar.

Samkvæmt dómnum er ærumeiðandi að segja sakborning í refsimáli eiga aðild að málinu. Sannleikurinn er ærumeiðandi og skal ómerkja. Leiðin framhjá sannleikanum liggur í löngum texta. Gildir bæði í blaðamennsku og dómaskrifum.

Úrskurður dómarans, í hnotskurn, er eftirfarandi: Þórður Snær og Arnar Þór eru sakborningar í refsimáli, en þeir eiga ekki aðild að málinu, hvorki beina né óbeina.

Einu sinni var dómari sem komast að þeirri niðurstöðu að lög bönnuðu ekki að hengja bakara fyrir smið. Héraðsdómur Reykjavíkur gerir betur: sakborningar eru ekki málsaðilar. Hvað kemur næst? Að ákærðir séu ekki ákærðir?

Dómarinn fór í smiðju Þórðar Snæs sem skrifaði alræmdan leiðara 18. nóvember 2021, ,,Glæpur í höfði Páls Vilhjálmssonar." Þremur mánuðum síðar var Þórður Snær orðinn sakborningur í lögreglurannsókn á byrlun og gagnastuldi. Páll Vilhjálmsson skrifar og veldur raðbilun á dómgreind.

Þórður Snær birti frétt á Heimildinni kl. 7:30 í gærmorgun um að dómur í málinu verði kveðinn upp síðar sama dag. Þórður Snær var mættur í dómssal að hlýða á dómsuppkvaðningu og hafði kallað til félaga sína úr blaðamannastétt að fagna með sér. Hvernig vissi Þórður Snær niðurstöðuna fyrirfram? Samhengið er langur texti, léleg dómgreind og lágt siðferði.

 


mbl.is „Má ekki segja hvað sem er“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband