Helgi Seljan: vitni eða sakborningur?

Konan sem byrlaði Páli skipstjóra Steingrímssyni, stal síma hans og kom í hendur blaðamanna var með símanúmer Helga Seljan á hraðvali. Þegar konunni var veitt læknisþjónusta, sem hún þurfti á að halda en vildi ekki þiggja, bað hún að haft yrði samband við téðan Helga, sem þá var fréttamaður RÚV.

Tilræðinu gegn Páli skipstjóra var hrint í framkvæmd 3. maí 2021. Fimm vikum áður úrskurðaði siðanefnd RÚV að Helgi hefði alvarlega brotið siðareglur ríkisfjölmiðilsins. Af þeirri ástæðu sást fréttamaðurinn lítið sem ekkert á skjánum. Enda var nóg að gera á bakvið tjöldin. Nú skyldi frétta aflað með afbrotum.

Blaðamenn RÚV, Stundarinnar og Kjarnans, RSK-miðla, vissu með fyrirvara að Páll skipstjóri yrði gerður óvígur til að hægt væri að stela síma hans og skila tilbaka án þess að skipstjórinn yrði þess var. Þrem dögum fyrir tilræðið var Aðalsteinn Kjartansson, samstarfsmaður Helga á RÚV, fluttur í skyndi yfir á Stundina. Yfirmaður beggja er Þóra Arnórsdóttir og yfirmaður hennar er Rakel Þorbergsdóttir. Öll fjögur eru hætt á RÚV - tilviljun segir Stefán útvarpsstjóri. Sumir trúa á jólasveina í júlí.

Opin spurning er hvort hægt sé að sýna fram á í réttarsal að blaðamenn áttu verknaðaraðild en ekki aðeins hlutdeildaraðild að afbrotinu.

Frá miðjum maí 2021 rannsakar lögreglan byrlun Páls og aðkomu blaðamanna. Þann 14. febrúar 2022 fengu fjórir blaðamenn stöðu sakbornings: Aðalsteinn, Þóra Arnórs, Þórður Snær og Arnar Þór. Nafn Helga var ekki nefnt.

Sakborningarnir töfðu rannsóknina, mættu ekki í skýrslutöku fyrr en í ágúst í fyrra. Til stóð að ákæra í febrúar nýliðnum. Nýr vitnisburður leiddi lögregluna á spor gagna sem gætu varpað ljósi á atburðarásina vikur og daga áður en Páli var byrlað.

Lögreglan er með gögn sem sýna að símtöl fóru á milli blaðamanna og byrlara skipstjórans. Innihald símatala er óþekkt.  Öllum tölvupóstum var eytt eftir að blaðamenn urðu varir við lögreglurannsóknina. Nýju gögnin, sem ekki er hægt að staðfesta að lögreglan hafi komist yfir, eru einmitt tölvupóstar sem fóru á milli blaðamanns eða blaðamanna annars vegar og hins vegar konunnar er byrlaði og stal.

Upphaflegir ákæruliðir gegn blaðamönnum snerust um viðtöku þeirra á stolnum gögnum og hvernig þeir fóru með þau gögn sem voru einkaeign Páls, sum mjög persónuleg eins og gefur að skilja. Í síma fólks er meira og minna allt einkalíf þess. Staðsetningarbúnaður í síma Páls sýnir ferðalag símans frá gjörgæslu Landspítalans á Efstaleiti. Þar afrituðu blaðamenn símann áður en honum var skilað. Smitrakningarforrit tækisins varðveitti upplýsingar um hvaða símar voru innan nálægðarmarka.

Lögreglan spurði ekki blaðamenn í skýrslutöku hvernig þeir komust yfir síma Páls. Gögnin úr símanum staðfestu hlutdeildaraðild.

Fáist staðfesting, sem heldur fyrir dómi, að blaðamenn hafi lagt á ráðin og e.t.v. hvatt til að Páll yrði gerður óvígur til stela mætti síma hans og skila án þess að hann yrði var við er hætt við að ákærurnar verði alvarlegri. Í það minnsta líkamsárás með byrlun ef ekki tilraun til manndráps.

Helgi Seljan er margverðlaunaður blaðamaður eins og sakborningarnir fjórir. Í gær fær hann enn ein verðlaunin frá glæpamannafél...afsakið Blaðamannafélagi Íslands.

Enginn blaðamaður á íslenska málsvæðinu spyr Helga Seljan einfaldrar spurningar:

Hvort ertu vitni eða sakborningur, Helgi?

Blaðamennska á Íslandi gengur á síðkastið helst út á það að hylma yfir afbrotum sem blaðamenn eiga aðild að - beina eða óbeina. Yfirhylming með verðlaunum og þögn er aðferð þeirra sem eru komnir í öngstræti. Meðvirkni aðstandenda gerir illt verra.

 


mbl.is Sunna fékk Blaðamannaverðlaun ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband