Kína tekur forystu í Úkraínu

Í Úkraínustríđinu falla öll vötn til Peking. Macron pantar viđtal hjá Xi Jin­ping forseta Kína og fćr áheyrn í byrjun apríl. Í mars sćkir Xi Jingping Pútín heim í Moskvu. Macron mun hitta forseta Kína eftir Pútín. Forgangsröđ Kínverja er skýr, fyrst Rússar síđan vestriđ.

Selenskí forseti Úkraínu vill einnig áheyrn hjá forseta Kína, segir ţađ ,,smik­il­vćgt fyr­ir alţjóđaör­yggi." Forsetinn í Kćnugarđi ímyndar sér ađ hann spili í efstu deild alţjóđastjórnmála. Hann stýrir utandeildarliđi sem keppir i lánsbúningum. Ţrjú ríki munu ráđa úrslitum Úkraínustríđsins: Bandaríkin, Rússland og Kína. Frakkland og Ţýskaland verđa međ áheyrnarađild.

Vesturlönd eru logandi hrćdd um ađ Kína útvegi Rússum hergögn, sem gerđu vont ástand verra. Kína er óopinber bakhjarl Rússa. Vestriđ óttast ađ stórveldiđ í austri stígi fram í formlegu bandalagi međ Rússlandi.

Kínverjar léku millileik í liđinni viku. Ţeir kynntu friđaráćtlun til ađ ljúka Úkraínustríđinu. Áćtlunin gerir ekki ráđ fyrir ađ Rússar skili herteknu landi, sem ţegar hefur veriđ innlimađ í rússneska ríkiđ. Aftur gerir áćtlunin ráđ fyrir ađ vesturlönd hćtti ađ moka vopnum á austurvígstöđvarnar. Séđ frá vestrćnum sjónarhóli er friđaráćtlunin löđrungur. Kínverjar telja sig hafa efni á ósvífninni.

Ef vesturlönd vćru í sterkri stöđu myndu ţau skella hurđinni á Kínverja og hóta efnahags- og viđskiptaţvingunum. En vestriđ sér ađ stríđiđ í Úkraínu er tapađ. Opin spurning er hversu hratt Rússar sćkja fram. Stjórnarherinn er ekki í neinum fćrum ađ gera annađ en tefja rússnesku sóknina. 

Af ţeirri ástćđu er hlustađ á Xi Jingping og friđartilögur sem taka miđ af rússneskum öryggishagsmunum og greiđa fyrir innlimun á fimmtungi Úkraínu í Rússland.

Umrćđan á vesturlöndum er ađ breytast. Til skamms tíma hét ţađ ađ brátt sneri stjórnarherinn í Kćnugarđi vörn í sókn og ynni tilbaka tapađ landssvćđi. Ekki lengur. 

Breska útgáfan Telegraph hamrar jafnt og ţétt á ţeim bođskap ađ ekki undir nokkrum kringumstćđum megi leyfa rússneskan sigur á sléttum Garđaríkis. Í leiđara útgáfunnar i gćr kvađ viđ annan tón. Vestriđ er ekki međ áćtlun um hvernig skuli ljúka Úkraínustríđinu, Kína tekur frumkvćđiđ, segir í leiđaranum. Vestriđ ţarf langtímaáćtlun, kvartar leiđarinn.

Langtímaáćtlunin var ađ Úkraína ynni á vígvellinum. Síđan átti ađ knésetja Rússland. Sú áćtlun er farin í vaskinn. Óformlegt bandalag Rússlands og Kína er međ frumkvćđiđ. Vesturlönd eru á undanhaldi.

Líklegt framhald nćstu vikur er ađ vestrćnir ráđamenn tala meira um ađ ljúka verđi Úkraínustríđinu en minna um ađ Pútín megi ekki sigra. Klukkan glymur Kćnugarđi.


mbl.is Macron mun heimsćkja Kína í apríl
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 26. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband