Stjórn RÚV og siđareglur sakamanna

Síđasti fundur stjórnar RÚV var haldinn í mars, skv. heimasíđu. Ađ jafnađi fundar stjórnin tvisvar í mánuđi, einu sinni í mánuđi yfir sumariđ. Feimni stjórnar RÚV ađ funda tengist lögreglurannsókn, RSK-sakamálinu, ţar sem bćđi núverandi og fyrrverandi fréttamenn stofnunarinnar eru sakborningar.

Fundurinn í mars var afgreiđslufundur. Aftur kom RSK-sakamáliđ fyrir á fundi stjórnar RÚV ţann 23. febrúar. Viku áđur var upplýst ađ sakborningar vćru starfsmenn RÚV. Í fundargerđinni er ein setning, um ađ RSK-sakamáliđ hafi veriđ ,,rćtt".

Í nćstu efnisgrein fundargerđarinnar frá 23. febrúar segir ađ í mars kynni útvarpsstjóri endurskođađar siđareglur. Álíka vel fer á siđareglum á Glćpaleiti og ađ nefna snöru í hengds manns húsi.

RÚV hélt ađalfund í apríl. Í frásögn á heimasíđu ríkisfjölmiđilsins er ekki stakt orđ um siđareglur. Ekki er heldur eytt orđum á ţau nýmćli ađ stofnunin hýsi sakborninga.

En viti menn. Á miđju sumri, og án ţess ađ kynna stjórn RÚV, ađ ţví er best verđur séđ, leggur útvarpsstjóri fram siđareglur dagsettar 13. júní 2022.

Loksins, loksins ţegar útvarpsstjóri opinberar siđareglurnar vantar eftirfarandi ákvćđi: starfsmenn RÚV stundi ekki, og taki ekki ţátt í, a. líkamsárás međ byrlun b. stafrćnu kynferđisofbeldi c. gagnastuldi og d. friđhelgisbrotum á einkalífi fólks.

Siđareglur stofnunar, sem ekki tekur á siđlausum starfsmönnum sannanlega nátengdum lögbrotum, samanber sakborninga, eru siđareglur sakamanna.

Starfsmenn RÚV flýja réttvísina, fréttastofan er eins og aparnir ţrír; sér hvorki né heyrir og má ekki mćla; útvarpsstjóri skrifar siđareglur međ sakborninga sér viđ hliđ. 

Engin furđa ađ stjórn RÚV fundi ekki. Enginn fundur, engin pínleg ţögn um yfirvofandi ákćrur.

Siđrof umlykur Efstaleiti.  


Bloggfćrslur 26. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband