Lögreglan leitar transhatara, finnur sálfræðing

Arnar Sverrisson sálfræðingur skrifaði grein í Vísi fyrir tveim árum um kynröskun stúlkna og sagði m.a.

Fram að þessu hafa drengir og karlar aðallega þjáðst af kynröskun – jafnvel sex til níu sinnum oftar. En nú virðist hafa brotist út faraldur meðal unglingsstúlkna – jafnvel snemma á gelgjuskeiði - sem eru ónógar sjálfum sér, angistarfullar og daprar í bragði. Faraldurinn er í eðli sínu svipaður öðrum sálsýkisfaraldri, t.d. sjálfsmeiðingum og lystarstoli. Þróunin er uggvænleg.

Arnar skrifar yfirvegaðan texta og vísar í heimildir. Hann vekur máls á lýðheilsuvanda. Hægt er að vera sammála eða ósammála. Kynna sér efnið og hafa skoðun. Eða leiða málið hjá sér. En hvað gerist?

Jú, Fréttin segir frá því að Arnar sé boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu fyrir hatursorðræðu gegn transfólki. Einhver móðgast og kærir hatur. Einhver þolir ekki umræðu og sigar lögreglunni á mann með skoðun.

Frumrannsókn sýndi engan glæp og málinu var vísað frá. En þá kom pólitíkin til skjalanna. Lögreglunni var skipað að endurvekja málið; það vantar að fylla upp í ákærukvótann fyrir hatursorðræðu.

Pólitískur rétttrúnaður er kominn á það stig að skotleyfi er á menn með rangar skoðanir. Búið er að ákveða fyrirfram að hatur sé þarna úti í samfélaginu. Finna þarf blóraböggul til að rannsaka og ákæra. Sálfræðingur vekur athygli á lýðheilsuvanda og er boðaður í yfirheyrslu lögreglunnar. Rétttrúnaðurinn þarf sinn bikar af blóði.

Menningarmarxismi, eins og efnishyggjuútgáfan, þarf sitt KGB. Sovét-Ísland 2022.


Bloggfærslur 14. júní 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband