Hvers vegna tapar Úkraína?

Úkraínu gengur illa í stríðinu við Rússa. Engar líkur eru að Nató-hermenn berjist við hlið Úkraínumanna. Vopnasendingar frá Ameríku og Evrópu komast seint og illa á austurvígstöðvarnar.

Stórskotalið gegnir lykilhlutverki. Fallbyssur og eldflaugar skjóta úr þriggja til 15 km fjarlægð á andstæðinginn. Þegar búið er ,,mýkja" andstæðinginn reynir fótgöngulið fyrir sér og freistar þess að hrekja óvininn af vígvellinum í krafti yfirtölu hermanna á vettvangi gegnumbrots. Myndbönd hafa sést sem minna á skotgrafahernað í fyrra stríði, fyrir rúmri öld.

Í þéttbýli er stundum barist húsi úr húsi. Oftar hörfar andstæðingurinn þegar hann skynjar að við ofurefli liðs er að etja. Í fáein skipti er herlið óvinarins umkringt og gefst upp, sbr. Marípupól.

Herir Úkraínu og Rússa eru álíka fjölmennir, um 200 þús. hjá hvorum aðila. Nær allur rússneski herinn er skipaður atvinnuhermönnum. Hluti úkraínska hersins er fenginn með herkvaðningu og er lítt reyndur í hermennsku. Mannfall er meira hjá Úkraínuher, líklega um 20 til 30 þús. en sennilega 10 til 15 þús. í her Rússa. Hvorugur stríðsaðili gefur upp tölur um eigið manntjón. 

Rússar sækja fram hægt og sígandi en fátt er að segja af gagnsókn stjórnarhersins. Meginmunur virðist liggja í yfirburðum Rússa í stórskotaliði og flugvélastuðningi við árásir á jörðu niðri. Þá skiptir höfuðmáli að aðdrættir Rússa eru öruggari, birgðaleiðir eru styttri og tjón á flutningum töluvert minna en hjá Úkraínuher.

Vesturlönd gátu e.t.v. gert útslagið í upphafi átaka í lok febrúar. En nú er það um seinan. Þegar næg stríðsþreyta safnast upp hjá báðum aðilum verður gengið til samninga. Kannski í sumar en mögulega ekki fyrr en í haust. Þangað til ræður dauði og tortíming ferðinni.

 

 


mbl.is Ömurlegt að Evrópa fjármagni stríðsrekstur Pútíns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júní 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband