Sanna og Úrsúla um Ameríku og evrópskt siđferđisţrek

Játningar tveggja leiđtoga í Evrópu síđasta sólarhringinn eru fréttnćmi. Sanna Marin, forsćtisráđherra Finna, sagđi í Eyjaálfu ađ Evrópa vćri háđ Ameríku. Án Bandaríkjanna vćri Evrópa upp á náđ og miskunn Rússa. 

Sanna heimsótti Ísland áđur en hún hélt héđan hálfan hnöttinn. Á Fróni sagđi hún ađ Úkraína yrđi ađ sigra Rússa. Séu ţessi tvenn ummćli Sönnu lögđ saman ţýđa ţau ađ Evrópa sé á forrćđi Bandaríkjanna.

Sleppi Bandaríkin hendinni af Evrópu verđur álfan ađ rússnesku áhrifasvćđi.

Meiri líkur en minni eru á ađ Bandaríkin nćstu árin reki hlédrćgari utanríkisstefun en síđustu ţrjátíu ár. Árangurinn svarar einfaldlega ekki kostnađi. Ţýskur herforingi, Kujat, segir bandarísk yfirvöld leggja sig í líma ađ koma í veg fyrir stigmögnun Úkraínustríđsins. Bandaríkin neita stjórninni í Kćnugarđi um langdrćg vopn, s.s. eldflaugar, sem ná inn í Rússland.

Rússar geta flutt mannskap og vopn óhindrađ og stillt upp á vígvellinum. Úkraínu getur ţađ ekki, hver ţumlungur landsins er í skotfćri Rússa. Kujat segir Rússa hingađ til ađeins hafa notađ lítiđ brot af herstyrk sínum. Úkraína, aftur, skrapar botninn og fćr stöđugt minni birgđir frá vesturlöndum. Skriftin á veggnum er öllum lćs. Fyrr heldur en seinna tapar Úkraína, - nema samiđ verđi um friđ.

Yfirvofandi stefnubreyting í Washington skilur Evrópu eftir í lítt eftirsóknarverđri stöđu. Ţeir á Íslandi sem vilja inngöngu í Evrópusambandiđ ćttu ađ íhuga framtíđarsýn ţar sem Brussel tekur miđ af hagsmunum Rússlands, beinlínis af illri nauđsyn.

Seinni ummćlin, sem urđu fréttaefni í gćr, koma einmitt frá Úrsúlu von der Leyen, forseta framkvćmdastjórnar ESB. Hún flutti ávarp á Írlandi. Ţar líkti hún stöđu Íra fyrrum, ţegar ţeir börđust viđ ofurefli međ frelsisţrá eina ađ vopni, viđ Úkraínu samtímans. Samlíkingin fellur ekki í kramiđ hjá Englendingum. Ávarp Úrsúlu er ,,handan ţess ađ vera viđbjóđslegt," er haft eftir enskum ţingmanni.

England sat yfir hlut Íra, allt frá dögum Normannakonunga á miđöldum og fram á síđustu öld. Samlíking forseta ESB á Englendingum og Rússum hittir í hjartastađ djúpa vestrćna sannfćringu: viđ stöndum ofar Rússum ađ siđferđi og menningu.

Samlandi Úrsúlu flutti sitt síđasta útvarpsávarp 21. apríl 1945. ,,Bolsévikkar [Rússar] standa viđ borgarmörk Berlínar," sagđi hann, ,,framtíđ Ţýskalands og Evrópu er í húfi." Tíu dögum síđar var mćlskumađurinn allur. Hann féll fyrir eigin hendi og tók međ sér í eilífđina eiginkonu og ung börn, fimm dćtur og einn son.

Evrópskt siđferđisţrek andspćnis Rússum er samt viđ sig í dag og ţađ var á dögum ţriđja ríkisins.


mbl.is „Viđ vćrum í vandrćđum án Bandaríkjanna“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 3. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband