Sanna og Úrsúla um Ameríku og evrópskt siđferđisţrek

Játningar tveggja leiđtoga í Evrópu síđasta sólarhringinn eru fréttnćmi. Sanna Marin, forsćtisráđherra Finna, sagđi í Eyjaálfu ađ Evrópa vćri háđ Ameríku. Án Bandaríkjanna vćri Evrópa upp á náđ og miskunn Rússa. 

Sanna heimsótti Ísland áđur en hún hélt héđan hálfan hnöttinn. Á Fróni sagđi hún ađ Úkraína yrđi ađ sigra Rússa. Séu ţessi tvenn ummćli Sönnu lögđ saman ţýđa ţau ađ Evrópa sé á forrćđi Bandaríkjanna.

Sleppi Bandaríkin hendinni af Evrópu verđur álfan ađ rússnesku áhrifasvćđi.

Meiri líkur en minni eru á ađ Bandaríkin nćstu árin reki hlédrćgari utanríkisstefun en síđustu ţrjátíu ár. Árangurinn svarar einfaldlega ekki kostnađi. Ţýskur herforingi, Kujat, segir bandarísk yfirvöld leggja sig í líma ađ koma í veg fyrir stigmögnun Úkraínustríđsins. Bandaríkin neita stjórninni í Kćnugarđi um langdrćg vopn, s.s. eldflaugar, sem ná inn í Rússland.

Rússar geta flutt mannskap og vopn óhindrađ og stillt upp á vígvellinum. Úkraínu getur ţađ ekki, hver ţumlungur landsins er í skotfćri Rússa. Kujat segir Rússa hingađ til ađeins hafa notađ lítiđ brot af herstyrk sínum. Úkraína, aftur, skrapar botninn og fćr stöđugt minni birgđir frá vesturlöndum. Skriftin á veggnum er öllum lćs. Fyrr heldur en seinna tapar Úkraína, - nema samiđ verđi um friđ.

Yfirvofandi stefnubreyting í Washington skilur Evrópu eftir í lítt eftirsóknarverđri stöđu. Ţeir á Íslandi sem vilja inngöngu í Evrópusambandiđ ćttu ađ íhuga framtíđarsýn ţar sem Brussel tekur miđ af hagsmunum Rússlands, beinlínis af illri nauđsyn.

Seinni ummćlin, sem urđu fréttaefni í gćr, koma einmitt frá Úrsúlu von der Leyen, forseta framkvćmdastjórnar ESB. Hún flutti ávarp á Írlandi. Ţar líkti hún stöđu Íra fyrrum, ţegar ţeir börđust viđ ofurefli međ frelsisţrá eina ađ vopni, viđ Úkraínu samtímans. Samlíkingin fellur ekki í kramiđ hjá Englendingum. Ávarp Úrsúlu er ,,handan ţess ađ vera viđbjóđslegt," er haft eftir enskum ţingmanni.

England sat yfir hlut Íra, allt frá dögum Normannakonunga á miđöldum og fram á síđustu öld. Samlíking forseta ESB á Englendingum og Rússum hittir í hjartastađ djúpa vestrćna sannfćringu: viđ stöndum ofar Rússum ađ siđferđi og menningu.

Samlandi Úrsúlu flutti sitt síđasta útvarpsávarp 21. apríl 1945. ,,Bolsévikkar [Rússar] standa viđ borgarmörk Berlínar," sagđi hann, ,,framtíđ Ţýskalands og Evrópu er í húfi." Tíu dögum síđar var mćlskumađurinn allur. Hann féll fyrir eigin hendi og tók međ sér í eilífđina eiginkonu og ung börn, fimm dćtur og einn son.

Evrópskt siđferđisţrek andspćnis Rússum er samt viđ sig í dag og ţađ var á dögum ţriđja ríkisins.


mbl.is „Viđ vćrum í vandrćđum án Bandaríkjanna“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörđur Ţormar

Bretar mćttu gjarnan taka Ţjóđverja til fyrirmyndar í gagnrýni á sína eigin fortíđ.

Hörđur Ţormar, 3.12.2022 kl. 11:56

2 Smámynd: Ólafur Árni Thorarensen

Takk fyrir góđan pistil ađ vanda.

Sammála Herđi. Belgar, Spánverjar og miklu fleir ţjóđir ćttu ađ gera slíkt hiđ sama. Löngu orđiđ tímabćrt. 

Ólafur Árni Thorarensen, 3.12.2022 kl. 12:47

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Er ekki einfaldlega rétt ađ kalla Evrópusambandiđ Fjórđa Ríkiđ?

Endurtekur sagan sig, eđa er 2014 öđruvísi en 1708, 1812 og 1941 hvađ örlög Rússlands varđar?

Jónatan Karlsson, 4.12.2022 kl. 11:16

4 Smámynd: Theódór Norđkvist

Jónatan, hverjir gerđu bandalag viđ Hitler og nasista í byrjun stríđsins? Voru ţađ Bandaríkjamenn? Voru ţađ Bretar? Voru ţađ Frakkar? Ţú veist svariđ.

Annars vil ég lýsa vanţóknun minni á grein Páls, ađ líkja Ursulu von der Leyen viđ Josef Göbbels. Menn geta haft sína skođun á ESB, mín er ekkert alltof jákvćtt, en svona sora er ekki hćgt ađ bjóđa fólki upp á, án ţess ađ einhver mótmćli.

PS Enginn hefur gert ESB vinsćlla en Rússland núna síđustu mánuđina, enda litur ESB vel út í samanburđi viđ einrćđisveldiđ í Kreml. Ţađ er reyndar ekki mikiđ afrek, svona eins og ađ vera efstur í tossabekk.

Theódór Norđkvist, 4.12.2022 kl. 14:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband