Eldgosið og leyndarhyggjan

Fagradalsgosið losar á hverj­um degi 6.150 tonn af koltvísýringi, CO2, út í andrúmsloftið auk annarra gróðurhúsalofttegunda.

Samkvæmt Umhverfisstofnun losar Ísland innan við 5000 kílótonn af CO2-ígildum á ári.

Þegar Umhverfisstofnun talar um Ísland er átt við Íslendinga en ekki landið sjálft.

Fagradalsgosið er auðvitað hluti af Íslandi en það er ekki Íslendingur.

Hvers vegna skiptir þetta máli?

Jú, koltvísýringur er náttúruleg lofttegund. Hún verður fyrst og fremst til í náttúrunni en einnig af mannavöldum, t.d. þegar jarðefnaeldsneyti er brennt.

Þegar ný uppspretta koltvísýrings verður til, sbr. Fagradalsgosið, þarf að reikna það inn í samhengið við aðra losun.

En það er ekki gert. Bæði vísindamenn og meintir umhverfisverndarsinnar keppast við að þegja um áhrif eldgossins á CO2-losun Íslands og Íslendinga. 

Hvers vegna þessi leyndarhyggja? Líklegasta svarið er að allt reikniverkið er merkingarlaust. Hugmyndafræði klædd í búning vísinda.


mbl.is Eldfjallagas getur ógnað heilsu fólks á SV-horninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband