Það sem ekki verður í skýrslu Gumma umhverfis

Guðmundur Ingi umhverfisráðherra lætur ,,vinna vís­inda­skýrsl­ur um áhrif lofts­lags­breyt­inga á nátt­úruf­ar og sam­fé­lag á Íslandi."

Í skýrslunni verður eflaust að finna svokallað ,,kolefnisspor" Jóns og Gunnu sem eiga fjölskyldubíl og skreppa annað veifið til útlanda. Tíundað verður hvílíkur háski það er að keyra bíl knúinn jarðefnaeldsneyti og kaupa sæti í flugvél.

Aftur verður ekki sagt frá kolefnisspori eldgossins í Fagradalshrauni. Náttúran er að verki í Geldingadölum og það er náttúran sem stjórnar loftslagi jarðar.

Skýrslur eins og Gummi umhverfis lætur gera eru sniðnar og hannaðar til að vekja ugg og ótta. Ekki til að upplýsa.


mbl.is Skipar nefnd um loftslagsbreytingaskýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðreisn, krónan og veiran

Þingmaður Viðreisnar, Jón Steindór Valdimarsson, segir íslensku krónuna en ekki Kínaveiruna ábyrga fyrir efnahagssamdrætti síðustu missera. Með evru væru engin vandræði.

Jón Steindór sagði nýverið að ESB hefði bjargað okkur í bóluefnamálum. Jafnvel æðstu embættismenn í Brussel, t.d. Michel Barnier, viðurkenna að fullvalda þjóðir standa sig betur en Evrópusambandið í að bólusetja þegna sína.

Aðdáun Viðreisnar á ESB er þráhyggja, ekki pólitík.


mbl.is Segir íslensku krónuna hafa verið „blessun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband